Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 59

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 59
Sá dómur mannréttindadómstólsins sem hefur haft hvað mest áhrif hér á landi um viðurkenningu neikvæðs félagafrelsis er dómurinn í íslenska leigubíl- stjóramálinu4 sem var kveðinn upp 30. júní 1993 þar sem dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska rfldð hefði brotið gegn skyldum sínum sam- kvæmt 11. gr. MSE. Forsaga málsins var sú að leigubílstjóri var sviptur at- vinnuleyfi sökum þess að hann að gekk úr Bifreiðastjórafélaginu Frama en samkvæmt reglugerð var aðild að félaginu skilyrði útgáfu atvinnuleyfis. í máli hans gegn íslenskum stjómvöldum hafnaði Hæstiréttur því að skýra 73. gr. stjskr. svo að hún mælti fyrir um rétt manna til að neita að ganga í félag eða að vera í félagi.5 Rétturinn taldi að ákvæðinu væri aðeins ætlað að tryggja félags- stofnunina sem slíka en ekki rétt manna til að standa utan félaga og var þá horft til forsögu þess og tilgangs. Ekki þótti heldur hafa verið sýnt fram á að ósam- ræmi væri á milli 73. gr. stjskr. og ákvæða alþjóðasamþykkta sem leigubflstjór- inn vísaði til6 enda myndu þau ekki sjálfkrafa hagga settum stjómarskrár- ákvæðum.7 Meiri hluti réttarins taldi hins vegar að reglugerðin ætti sér ekki lagastoð og því hefði svipting atvinnuleyfisins verið óheimil. Eftir dóm Hæstaréttar í leigubflstjóramálinu voru sett lög nr. 77/1989 um leigubifreiðar sem gerðu þátttöku í stéttarfélagi að skilyrði fyrir atvinnuleyfi leigubflstjóra. Leigubflstjórinn sá sér því ekki annað fært en að gerast félagi í Frama en skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem hann taldi að þvingunin til aðildar bryti gegn réttindum hans samkvæmt 11. gr. MSE. Dómstóllinn leit til þróunar á alþjóðavettvangi og taldi að með hliðsjón af vax- andi samstöðu á alþjóðavettvangi um að tryggja neikvætt félagafrelsi bæri að skilja 11. gr. MSE svo að hún feli í sér neikvætt félagafrelsi þótt ekki teldist þörf á því að ákveða í þessu máli hvort það yrði lagt að jöfnu við jákvætt félagafrelsi (§35). Þvingunin sem fælist í því að þurfa að vera félagi í Frama eða að öðrum kosti að missa atvinnuleyfi sitt sem leigubílstjóri bryti gegn kjarna þess réttar sem 11. gr. MSE verndaði og dómstóllinn vísaði til breska jámbrautamálsins og breska vörubílstjóramálsins (§36). Loks taldi dóm- stóllinn að við þessar aðstæður mætti skoða 11. gr. MSE í Ijósi 9. og 10. gr. MSE en verndun skoðanafrelsis væri einn tilgangurinn með vernd félaga- frelsis eins og bent hefði verið á í breska jámbrautamálinu. Þannig hefði þving- unin sem kærandi sætti verið andstæð skoðunum hans og gengið gegn grundvelli réttarins samkvæmt 11. gr. MSE (§37). Félagsskyldan þótti ekki réttlætanleg samkvæmt 2. mgr. 11. gr. MSE. Það var álit dómstólsins að ís- 4 MDE 30. iúní 1993, Sigurður Á. Sigurjónsson gegn íslandi, Series A, no. 264. 5 H 1988 1532 (1534). 6 I dómi Hæstaréttar kemur ekki fram á hvaða ákvæðum alþjóðasamþykkta leigubílstjórinn byggði á en bent er á að þau séu rakin í héraðsdómi sem er ekki birtur í dómasafni Hæstaréttar. Ætla verður að leigubflstjórinn hafi vísað til 11. gr. mannréttindasáttmálans. 7 Hæstiréttur komst að svipaðri niðurstöðu í H 1991 1807 (1814). 227
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.