Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 63
3. FÉLAGAFRELSI TEKUR AÐEINS TIL FÉLAGA Gildissvið 74. gr. stjskr. og 11. gr. MSE er bundið við „félög“. Við mat á því hvort aðildarskylda að samtökum brjóti gegn félagafrelsi er það grundvallar- atriði að greina á milli félaga og annarra tegunda samtaka sem félagafrelsi tekur ekki til. Félög eru ein tegund samtaka en með hugtakinu samtök er átt við hvers konar varanlega skipulagða samvinnu einstaklinga og/eða lögaðila um tiltekið markmið hvort sem er á sviði einkaréttar eða opinbers réttar. 3.1 Félög í skilningi 11. gr. MSE og 2. mgr. 74. gr. stjskr. Hugtakið félag í 11. gr. MSE hefur sjálfstæða merkingu. Félagafrelsi er ekki bundið við samtök sem viðurkennd eru sem félög í einstökum aðildarríkjum og að sama skapi þýðir það ekki endilega að ákvæði 11. gr. taki til viðkomandi samtaka þótt þau séu talin eða kölluð félög í landsrétti. Mannréttindanefnd Evrópu og mannréttindadómstóllinn meta það sjálfstætt í hverju tilviki hvort þau samtök sem ágreiningur stendur um teljist félag (association) í skilningi 11. gr. MSE. Báðar stofnanirnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að samtök fag- stétta sem stofnað hefur verið til með lögum og mönnum í viðkomandi starfs- grein er gert skylt að eiga aðild að séu ekki félög í skilningi 11. gr. MSE.14 Til skýringar er gagnlegt að skoða niðurstöður mannréttindadómstólsins í belgíska læknamálinu15 og íslenska leigubflstjóramálinu16 en í báðum málunum þurfti dómstóllinn að leysa úr því hvort þau samtök sem ágreiningurinn stóð um væru félög í skilningi 11. gr. eða opinber samtök sem féllu þá utan gildissviðs ákvæð- isins. í belgíska læknamálinu taldi dómstóllinn að lögákveðin skylduaðild belg- ískra lækna að læknareglu (Ordre des Médecins) bryti ekki gegn 11. gr. MSE þar sem reglan yrði ekki talin „félag“ í skilningi 11. gr. MSE heldur stofnun að opinberum rétti (public-law institution). Það sem meginmáli skipti þar var að einstaklingar höfðu ekki stofnað regluna heldur löggjafinn, hún var hluti af opinberu stjórnkerfí ríkisins, þeir sem sátu í úrskurðarnefndum innan hennar voru tilnefndir af ríkinu og loks að reglan vann að markmiðum í þágu almannahagsmuna. nánar tiltekið til verndar heilbrigði, með því að hafa opinbert eftirlit með störfum lækna samkvæmt viðkomandi löggjöf (§§64 og 65). Reglan var stofnuð með lögum og kveðið var á um skipulag hennar í konunglegri tilskipun sem sett var á grundvelli laganna (§§20-34). í íslenska leigubflstjóramálinu nálgaðist dómstóllinn álitaefnið með svip- uðum hætti og í belgíska læknamálinu. Niðurstaðan valt m.a. á því hvort Bif- reiðastjórafélagið Frami væri félag samkvæmt einkarétti eða samtök at- 14 D J Harris, M O'Boyle og C Warbrick: Law of the European Convention on Human Rights. London, Dublin, Edinburgh, 1995, bls. 422. 15 MDE 23. júní 1981, Le Compte, van Leuven og De Meyere gegn Belgíu, Series A, no. 43. 16 MDE 30. júní 1993, Sigurður Á. Sigurjónsson gegn íslandi, Series A, no. 264. 231
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.