Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 25
er lögtekinn var hér á landi með lögum nr. 62/1994. Þykir því lagagrundvöllur vera til þess að telja áfrýjanda ábyrgan fyrir þessu tjóni stefnda". Þótt dómur Hæstaréttar H 1995 1613 hafi verið reistur á ákvæðum stjórnar- skrárinnar um sjálfstæði dómsvaldsins ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu, er rökstuðningur með þeim hætti í þessurn dómi, að lögð er sérstök áhersla á grundvallarréttindi sem mælt er fyrir um í Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. niðurlag tilvitnaðra orða. Af þessu er mögulegt að draga þá ályktun að tjón sem einstaklingar eða lögaðilar kunna að verða fyrir, vegna brota ríkisins á sáttmál- anum, geti orðið grundvöllur að skaðabótaskyldu þess. Dómur Hæstaréttar frá árinu 1995 var kveðinn upp eftir gildistöku laga nr. 62/1994. Af dóminum frá 1998 verður því ekki dregin sú ályktun að brot íslenska ríkisins á þjóðréttar- skuldbindingum þeim sem í sáttmálanum felast sérstaklega, geti leitt til skaða- bótaskyldu ríkisins gagnvart einstaklingum eða lögaðilum. Verður því líklega að miða við að lögfesting þeirra ákvæða sáttmálans sem talið var að brotin hefðu verið, sé forsenda þess að brot á þeim gætu varðað ríkið skaðabóta- skyldu.15 Með þennan skilning að leiðarljósi er dómurinn í samræmi við fjöl- marga aðra dóma Hæstaréttar, þar sem kveðið hefur verið á um skaðabóta- skyldu ríkisins vegna réttarbrota í stjómsýslunni, setningar almennra stjórn- sýslufyrirmæla án fullnægjandi lagastoðar eða eftir atvikum setningar löggjaf- ar sem fer gegn stjórnarskrá.16 Beiting mannréttindasáttmálans og laga nr. 62/1994 við skýringu ákvæða stjómarskrárinnar hefur kosti og galla frá lagapólitísku sjónarmiði. Eiga þær hugleiðingar raunar einnig við ólögfesta mannréttindasamninga, enda verður ekki annað ráðið af dómaframkvæmd en að ólögfestir samningar hafi sambæri- leg áhrif við skýringu stjómarskrárinnar og Mannréttindasáttmáli Evrópu, eins og sýnt er hér að framan. Kostir þessarar aðferðar við skýringu stjórnarskrár- innar eru þeir að hún stuðlar að því að stjómarskráin sé skýrð til samræmis við alþjóðlega mannréttindasáttmála og þar með í samræmi við almenn alþjóðleg viðmið um vemd mannréttinda, en það var einmitt eitt af markmiðunum með 15 Hér verður þó að hafa á þann fyrirvara, að hugsanlegt er að sáttmálinn, þótt ekki hefði verið lögfestur, hefði haft þau áhrif á skýringu ákvæða stjórnarskrárinnar, að leitt hefði til sömu niður- stöðu, og stjómarskráin þannig ein orðið grundvöllur að skaðabótaskyldu rfkisins. 16 Sjá t.d. H 1996 2956. í þessum dómi var bótagrundvöllurinn ákvörðun stjómvalds sem byggði á ólögmætri réttarheimild, þæ- ákvörðun sem tekin var á grundvelli reglugerðar sem sett var með stoð í lögum sem talin vom andstæð ákvæði stjómarskrárinnar um atvinnufrelsi; H 1996 3002. í dóminum var niðurfelling fullvirðisréttar til framleiðslu mjólkur ekki talin styðjast við gilda iaga- heimild. Stefnandi, sem krafðist skaðabóta, var talinn eiga rétt á greiðslu frá ríkinu vegna þessarar skerðingar. í dómi Hæstaréttar er að vísu ekki notað orðið skaðabætur, heldur greiðsla. Eldri dóm- ar sem reistir em á áþekkum sjónarmiðum eru H 1984 209. Dómurinn ber með sér að ríki og sveit- arfélög geta orðið bótaskyld vegna ákvarðana sem byggjast ekki á gildri réttarheimild. Ennfremur eru til allmargir dómar þar sem ríkið hefur verið dæmt bótaskylt vegna þess að ákvarðanir stjóm- valda eru ekki í samræmi við lög, sbr. H 1991 1726, H 1989 42, H 1994 2632, H 1995 382, H 1995 2592, H 1982 902, H 1991 1474, H 1995 2664. Upptalningin er ekki tæmandi. 359
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.