Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 42
dómstólar hafa frá öndverðu hagað rökstuðningi sínum fyrir niðurstöðu í dóms- málum um tjáningarfrelsið út frá þeirri vernd sem stjómarskráin hefur verið talin veita, hvort þær aðferðir hafi breyst vegna áhrifa frá mannréttindasáttmál- anum, við hvaða tímamark megi merkja þau áhrif og loks hvernig þessi áhrif birtast í dómsúrlausnum. Vísað verður til nokkurra stefnumótandi dóma mann- réttindadómstólsins varðandi þær meginreglur sem felast í 10. gr. MSE og hafa sérstaka þýðingu fyrir íslenskan rétt. Að öðru leyti gefst ekki færi á að lýsa hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu hefur túlkað og beitt 10. gr. MSE í áranna rás og aukið inntak ákvæðisins. Ut frá þessari könnun verður lagt mat á hvort efnisleg vernd tjáningarfrelsisins hafi aukist hér á landi og leitað svara við þeirri spurningu að hvaða marki Mannréttindasáttmáli Evrópu eigi heiðurinn af þeirri framþróun. 2. DÓMAFRAMKVÆMD UM PRENTFRELSISÁKVÆÐI STJÓRNARSKRÁRINNAR í LJÓSI UPPHAFLEGS MARKMIÐS OG GILDISSVIÐS ÞESS 2,1 Upphaflegt markmið prentfrelsisákvæðisins Til þess að geta borið saman umfang og stöðu stjórnskipulegrar vemdar tján- ingarfrelsis að íslenskum rétti í dag miðað við fyrri tíma er nauðsynlegt að rifja upp fyrirrennara núverandi 73. gr. stjskr., prentfrelsisákvæðið, og sögulegan aðdraganda þess. Ákvæðið stóð síðast í 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins nr. 33/1944 og var svohljóðandi: Hver maður á rétt á því að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða. Prentfrelsisákvæðið stóð nær óbreytt frá því það var lögfest í 54. gr. stjómar- skrár Islands frá 1874 allt fram til ársins 1995.4 Var orðalag þess bundið við vernd prentfrelsis lrkt og í ýmsum vestrænum stjómarskrám 19. aldar.5 Ekki var heldur getið neinna ástæðna sem réttlætt gætu að menn yrðu að ábyrgjast hugs- 4 í 54. gr. stjómarskrár um hin sérstaklegu málefni íslands frá 5. janúar 1874 var 2. málsl. ákvæðisins svohljóðandi: „ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsið má aldrei innleiða". Var orðalaginu breytt að þessu leyti í stjórnarskrá konungsnkisins íslands nr. 9 18. maí 1920 (þá 68. gr.), en ekki var talið tilefni til sérstakra skýringa með þeim breytingum. Sjá Alþt. 1919, A-deild bls. 102 og 104. 5 Upprunalega ákvæði dönsku grundvallarlaganna frá 1849 takmarkaðist við vernd prentaðs máls en í 77. gr. dönsku grundvallarlaganna frá 1953 var bætt við tilvísun til ritaðs og mælts máls. í prentfrelsisákvæði 100. gr. norsku grundvallarlaganna frá 17. maí 1814 sem stendur enn óbreytt er vfsað til prentaðs máls eingöngu. í 11. gr. frönsku réttindayfirlýsingarinnar frá 1789 var skoðana- og tjáningarfrelsi þó veitt rýmri vernd en þar segir: „Það em ein mikilvægustu mannréttindi að mega láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir. Því má hver borgari tala, rita og prenta það sem hann vill, en verður þó að bera ábyrgð á misnotkun þessa frelsis, eftir því sem lög mæla fyrir um“. 376
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.