Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 35
3.5 Skortur á upplýsingum um uppsetningu, samsetningu o.fl. I neytendakaupum telst söluhlutur gallaður ef nauðsynlegar upplýsingar um uppsetningu, samsetningu, notkun, umönnun og geymslu fylgja hlutnum ekki, sbr. d-lið 1. mgr. 16. gr. nkpl. Akvæðið er í samræmi við 2. málsl. 5. mgr. 2. gr. Evróputilskipunar urn neytendakaup. Svipað ákvæði var áður að finna í 2. málsl. 4. mgr. 17. gr. kpl. Seljanda ber samkvæmt þessu ákvæði að veita grein- argóðar og skýrar leiðbeiningar til neytanda þegar hinn síðamefndi á að setja vöruna upp eða saman sjálfur. Ef seljandi fullnægir ekki þessari skyldu og neytanda tekst ekki að setja hlutinn rétt saman af þeim sökum telst varan gölluð. Akvæðið nær einnig til leiðbeininga um notkun, umönnun og geymslu hlutar- ins.41 Umrætt ákvæði Evróputilskipunarinnar er oft nefnt IKEA ákvæðið. 4. HLUTUR SELDUR „í ÞVÍ ÁSTANDI SEM HANN ER“ 4.1 Söluhlutur gallaður þrátt fyrir almennan fyrirvara af hálfu seljanda 4.1.1 Almenn atriði Sérsjónarmiða gætir við mat á galla þegar seljandinn hefur gert þann fyrir- vara að hlutur sé seldur „í því ástandi sem hann er“, eða fram kemur annar álrka almennur fyrirvari af hans hálfu, og er um það tilvik fjallað í 1. mgr. 19. gr. kpl. Af ákvæðinu leiðir að söluhlutur er gallaður þrátt fyrir slíkan almennan fyrir- vara af hálfu seljanda þegar svo stendur á sem greinir í a-c liðum 1. mgr. 19. gr. Af orðalagi ákvæðisins leiðir að gera verður sérstakan fyrirvara um þetta efni og gildir það því yfirleitt ekki um sölu nýrra eða notaðra hluta án slíks fyrirvara. Það leiðir af ákvæðum 3. gr. kpl. að seljandi í lausafjárkaupum getur almennt gert fyrirvara um ábyrgð sína vegna galla á söluhlut. Akvæði þetta, þ.e. 1. mgr. 19. gr. kpl., gerir einnig ráð fyrir því að fyrirvarar, jafnvel þótt þeir séu almennir, séu venjulega gildir. Það felst hins vegar í ákvæðinu að almenna fyrirvara er ekki unnt að túlka bókstaflega því að seljandinn ber ávallt ábyrgð á ákveðnum göllum, þ.e. þeim göllum sem nefndir eru í a-c liðum 1. mgr. 19. gr. Rétt er hins vegar að hafa í huga að ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg. Eftir atvikum er þó unnt að víkja slíkum ákvæðum til hliðar, m.a. með stoð í 36. gr. samningalaga. í þessu felst m.a. að innan marka almennra gildisskilyrða er unnt að semja um sérstakan fyrirvara sem einnig nær til þeirra galla sem um er fjallað í a-c liðum I. mgr. 19. gr. Ákvæði þetta ber ekki að skilja sem neins konar takmörkun á upplýsingaskyldu seljanda. Þá ber að hafa það í huga að ákvæðið afmarkar ekki umfang upplýsingaskyldu seljanda heldur umfang ákveðinna fyrirvara af hans hálfu.42 Sambærilegt ákvæði er í 1. mgr. 17. gr. nkpl. Þar kemur fram að þótt sölu- hlutur sé seldur „í því ástandi sem hann er“, eða með öðrum áþekkum almenn- 41 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3804-3805. 42 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 839. 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.