Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 44
véla ekki þurft að gera sér grein fyrir ástandi hennar við reynsluakstur og/eða skoðun. I dómi Hæstaréttar sagði að með matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna teldist sannað að bifreiðin hafi verið haldin leyndum galla er kaupin gerðust. Var seljandi því dæmdur til að greiða kaupanda skaðabætur sem námu kostnaði við að gera við vélina og afnotamissi rneðan á viðgerð stóð. Dómur Hæstaréttar frá 19. desember 2002 í málinu nr. 276/2002 (Toyota Landcruiser) Kaupandi bifreiðar krafðist viðurkenningar á riftun op skaðabótum vegna verulegra galla og þess að beitt hefði verið svikum við kaupin. I dómi sagði að kaupandinn og tveir menn á hennar vegum, sem tóku sér góðan tíma í að kynna sér ástand bifreiðar- innar, hefðu átt að sjá að eitthvað athugavert væri við topp bifreiðarinnar og um- búnað framrúðu, en sprunga í henni hefði gefið sérstakt tilefni til frekari athugunar. Þá var ritað á afsal að bifreiðasali hefði vakið athygli kaupanda á þeim möguleika að fá óháðan aðila til að meta ástand bifreiðarinnar en það hefði kaupandi látið farast fyrir. Þótti kaupandi því ekki geta borið fyrir sig galla á bifreiðinni og var hvorki fallist á kröfu hennar um riftun né skaðabætur. Dómur Hæstaréttar frá 13. nóvember 2003 í málinu nr. 312/2003 (Frjáls fjölmiðlun) í dórni meirihluta Hæstaréttar var riftunarkröfu kaupanda hlutabréfa hafnað en honurn dæmdur afsláttur af kaupverði. Var þar m.a. litið til sérþekkingar kaupandans á lögmálum og aðstæðum í íslensku atvinnulífi. I sératkvæði tveggja dómara segir að kaupandi hlutabréfa þeirra sem málið snérist um reisi kröfur sínar um að hann geti borið fyrir sig vanefndaúrræði þágildandi kaupalaga nr. 39/1922 á því að gagnaðili hans í kaupunum hafi ekki veitt honum nauðsynlegar upplýsingar um slæma fjár- hagsstöðu Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2000 hafi ekki legið fyrir en kaupandinn hefði getað skoðað reikning ársins 1999 en gerði ekki. Hann hefði getað skoðað bókhald félagsins og leitað upplýsinga hjá starfsmönnum blaðsins um rekstur þess. Þegar þetta sé virt verði ekki séð að forsvarsmaður seljanda hafi leynt kaupandann upplýsingum um galla á hinu selda sem hann hefði ekki mátt sjá við skoðun. Um kaup þessi gildi meginregla kaupalaganna um varúðarskyldu kaupanda. Því skipti miklu máli hvort hann hafi rannsakað hið selda áður eða samtímis því að kaupin gerðust. Samkvæmt 47. gr. laga nr. 39/1922 geti kaupandi ekki borið fyrir sig neina þá galla sem hann hefði átt að sjá við þessa rannsókn sína. Dómur Hæstaréttar frá 29. janúar 2004 í málinu nr. 227/2003 (Natan og Olsen ehf.) í dómi Hæstaréttar sagði að kaupandi hlutafjár í einkahlutafélagi gæti ekki borið fyrir sig galla á hinu selda sem hann hefði mátt sjá við áreiðanleikakönnun þá sem kaupsamningur gat um og framkvæmd var af trúnaðarmönnum hans. Þóttu kröfur hans ýmist ekki rökstuddar fullnægjandi gögnum eða ekki nægilega rökstutt af hans hálfu hvers vegna trúnaðarmenn hans hefðu ekki mátt verða varir við þá annmarka á hinu selda sem um ræddi. 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.