Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 87
í 3. tl. 2. mgr. 9. gr. sem fjallar um skilyrði fyrir söfnun viðkvæmra persónu-
upplýsinga með rafrænni vöktun: „að því efni sem safnast við vöktunina verði
eytt þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita það“. Það er um-
hugsunarefni að víða í nágrannalöndum okkar er kveðið á um tiltekinn varð-
veislutíma í lögum eða reglum, en hér á landi er það atvinnurekandi sjálfur sem
metur hve lengi málefnaleg ástæða er til varðveislu. 11. mgr. 11. gr. laganna eru
þær skyldur lagðar á ábyrgðaraðila að gera viðeigandi tæknilegar og skipulags-
legar öryggisráðstafanir til að vemda persónuupplýsingar gegn ólöglegri eyði-
leggingu, gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og fyrir óleyfilegum
aðgangi. Þessar öryggiskröfur fela í raun í sér að atvinnurekandi skal tryggja að
einungis örfáir starfsmenn hafi aðgang að upptökunum og að óviðkomandi sé
ómögulegt að koma höndum yfir þær. Upptökum skal eyða þegar ekki er lengur
þörf á varðveislu þeirra og skal það gerast eftir stuttan tíma.
Mjög rík skylda er lögð á atvinnurekanda samkvæmt lögunum að fræða
starfsmenn sína um að það sé verið að vinna með persónuupplýsingar um þá.
Akvæði 20. gr. pvl. kveða á um fræðsluskyldu við hinn skráða ef upplýsinganna
er aflað frá honum. Er tilgreint í ákvæðinu hvað upplýsa skuli hinn skráða um
og er það m.a. um tilgang vinnslunnar, viðtakendur upplýsinganna, hvort hinum
skráða sé skylt eða valfrjálst að veita umbeðnar upplýsingar og um rétt hans til
leiðréttingar og eyðingar rangra upplýsinga. Þá kveður 24. gr. pvl. á um að skylt
sé þegar rafræn vöktun fer fram á vinnustað eða á almannafæri að merkja eða á
annan áberandi hátt gera glögglega viðvart um vöktunina og hver sé ábyrgðar-
aðili hennar. I greinargerð með frumvarpi til laganna kemur fram að vöktun
með leynd, og vöktun annars staðar en á vinnustað og á almannafæri, sé óheimil
nema til hennar standi sérstök lagaheimild, sbr. t.d. þær sérreglur sem gilda um
vöktun af hálfu lögreglu samkvæmt ákvæðum lögreglulaga, nr. 90/1996, og
ákvæðum laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991.9
I leiðbeiningarreglum um eftirlit vinnuveitenda með tölvupósts- og net-
notkun starfsmanna, sem settar voru af Persónuvemd 17. desember 2001,
kemur fram í 2. gr. að vinnuveitanda10 sé óheimilt að fylgjast með netnotkun
starfsmanna nema hann hafi áður uppfyllt fræðsluskyldu sína skv. 20. gr. laga
nr. 77/2000. Þá skyldu sína geti hann uppfyllt með því að setja vinnureglur um
hvemig netvöktun fari fram, en með netvöktun er átt við að fylgst sé með
notkun starfsmanns á intemeti eða notkun hans á tölvupósti. í fyrmefndum
leiðbeiningarreglum segir að vinnureglumar skuli vera skriflegar og auðskiljan-
legar, æskilegt sé að reglunum verði ekki beitt nema öllum starfsmönnum hafi
sannanlega verið kunngjört um efni þeirra og þeim gefinn a.m.k. 15 daga frestur
til að koma að athugasemdum. Þá skuli vinnureglumar jafnan vera aðgengi-
legar starfsfólki og sæta reglulegri endurskoðun.
9 http://www.althingi.is/altext/125/s/0399.html - Alþt. A-deild 1999-2000, þskj. 399, bls. 2735.
10 I reglunum er talað um vinnuveitanda en annars staðar í grein þessari er talað um atvinnu-
rekanda.
271