Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 79

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 79
þeim gætu með beinum hætti komið til úrlausnar úrskurðamefndarinnar. Hið sama er að segja um ágreining um hvort framkvæmd er á háð mati á um- hverfisáhrifum, sbr. úrskurð úrskurðamefndar skipulags- og byggingarmála frá 16. júní 1999 í máli nr. 12/1999. Heimilt er að kæra ákvarðanir sveitarstjórnar um framkvæmdaleyfi skv. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga til úrskurðamefndarinnar. Samkvæmt 3. tölul. ákvæða til bráðabirgða er einnig hægt að kæra sjálfstætt til nefndarinnar meðmæli Skipulagsstofnunar hafi sveitarstjórn í hyggju að gefa út eða þegar gefið út framkvæmdaleyfi á grundvelli þessa ákvæðis. í 4. mgr. 39. gr. skipulags- og byggingarlaga er tekið fram að telji einhver á rétt sinn gengið með samþykki byggingamefndar eða sveitarstjómar sé honum heimilt að skjóta málinu til úrskurðarnefndar. Þetta ákvæði er áréttað í 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 621/1997 um úrskurðamefnd samkvæmt 8. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Samkvæmt þessu virðast því gilda almennar reglur um aðild að kæru til nefndarinnar. Hver sá sem á sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta varðandi framkvæmdaleyfi getur því kært ákvörðun sveitarstjómar til úrskurðamefndarinnar. í úrskurði úrskurðamefndar skipulags- og byggingarmála frá 30. desember 1999 í máli nr. 53/1999 var Umhverfisstofnun ekki talin geta kært mál til úrskurðamefndar skipulags- og byggingarmála. Slík aðild var ekki talin leiða af eftirlitshlutverki stofnunarinn- ar. Þar sem stofnunin naut ekki lögfestrar kæruheimildar var málinu vísað frá. Samkvæmt 4. nrgr. 39. gr. skipulags- og byggingarlaga svo og 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 621/1997 er kærufrestur einn mánuður frá því að kæranda var kunnugt um þá samþykkt byggingamefndar eða sveitarstjómar sem kærð er, eða frá opinberri birtingu ef við á, sbr. 2. mgr. 27. gr. stjómsýslulaga. Sam- kvæmt 20. gr. stjómsýslulaga eiga byggingaryfirvöld sveitarfélaga að veita leiðbeiningar um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar, kærufrest svo og hvert beina beri kæru, þegar ákvörðun um framkvæmdaleyfi er tilkynnt málsaðila. Vanræksla á þessari leiðbeiningarskyldu veldur því að kærufrestur lengist. Þannig er úrskurðamefndinni rétt að taka slíka kæra til efnismeðferðar ef talið verður afsakanlegt að hún hafi ekki borist fyrr, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjómsýslulaga. Kæra skal þó ekki sinnt ef meira en ár er liðið frá því að ákvörðun var tilkynnt aðila, sbr. 2. mgr. 28. gr. sömu laga. Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 621/1997 skal kæra til úrskurðamefndar vera skrifleg og í henni skal skilmerkilega greina hvert úrskurðarefnið er, hver sé krafa aðila og rökstuðningur fyrir henni. Samkvæmt 1. mgr. 29. gr. stjómsýslulaga frestar kæra til úrskurðamefndar- innar ekki sjálfkrafa réttaráhrifum framkvæmdaleyfis. Á hinn bóginn getur kærandi krafist þess að nefndin fresti réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar meðan kæra er til meðferðar þar sem ástæður mæla með því, sbr. 2. mgr. sömu laga. Urskurðamefnd skal þá þegar í stað kveða upp úrskurð um það atriði. Urskurði um stöðvun ber sveitarstjóm að framfylgja þegar í stað, með aðstoð lögreglu ef með þarf, sbr. 5. mgr. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga. 263
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.