Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 20
ætlaðist til. Sem dæmi má nefna kaup á bíl og í ljós kemur að hann eyðir óeðlilega miklu bensíni. Bensíneyðslan er í sjálfu sér ekki því til fyrirstöðu að nota megi bílinn, en ekki er úr vegi að telja bensíneyðsluna galla ef annað leiðir ekki af samningi. Sambærileg ákvæði eru í a-lið 2. mgr. 15. gr. nkpl. og c-lið 2. mgr. 2. gr. Evróputilskipunar um neytendavernd.18 H 1984 110 (fisksöltunarsalt) Utgerðarmaður keypti af innflutningsfyrirtæki salt til fisksöltunar og var seljanda ljós tilgangur kaupanna. Þegar saltið var fengið kaupanda í hendur á Bakkafirði, sem var umsaminn afhendingarstaður, var það óhæft til þessara nota vegna koparmeng- unar sem veldur guluskemmdum í fiski. 1 fiski þeim sem saltaður var með saltinu frá seljanda komu fram guluskemmdir sem rýrðu hann í verði. Var seljandinn af þeim sökum talinn bera bótaábyrgð gagnvart kaupanda. H 1989 40 (bifhjól) Vél bifhjóls bræddi úr sér skömmu eftir að kaup gerðust og var heimiluð riftun þar sem um leyndan galla hefði verið að ræða. Frumorsök úrbræðslunnar þótti vera sú að búnaði vélarinnar hefði verið breytt miðað við það sem framleiðandi bifhjólsins gerði ráð fyrir. H 1991 1997 (jarðýta) í ljós þótti leitt að gallar sem voru til staðar á jarðýtu sem seld var hefðu ekki verið sýnilegir við skoðun og ekki væri hægt að ætlast til þess við skoðun á jarðýtu að hliðardrif séu opnuð. Kaupandinn mátti því ætla að viðgerð á hliðardrifunum hefði verið forsvaranleg og að þau væru í nothæfu ástandi þannig að kaupandi gæti haft venjuleg not af jarðýtunni með hliðsjón af aldri hennar. H 1993 709 (þakstál) Kaupandi þakstáls hélt því fram að seljandi hefði selt sér gallað efni til þess að setja á húsþak. Efnið væri gallað að því leyti til að það væri ekki hæft til þeirra hluta sem það væri auglýst til. Það hentaði ekki sem þakefni nema gerðar væru sérstakar ráðstafanir til þess að það yrði þétt. Um það hafi seljanda borið að leiðbeina en það hefði hann ekki gert. I dómi Hæstaréttar var lögð á það áhersla að þakstál það sem um væri deilt hefði verið notað lengi af fagmönnum og það selt í töluverðum mæli hér á landi í nokkur ár áður en til umrædds dómsmáls kom. Væri ósannað að þar væri um óhæft efni að ræða. Eins og atvikum málsins var háttað þótti ósannað að þakleki sá sem um ræddi í málinu stafaði af gerð þakstálsins. Þá þótti kaupandi ekki hafa sýnt fram á að þörf væri sérstakra ráðstafana til þess að þakfrágangur væri fullnægjandi, aðrar en vönduð vinnubrögð, og ekki þótti kaupandinn hafa sýnt fram á hvaða leiðbeiningar skorti af hálfu seljanda. Kröfu kaupanda um riftun kaupa vegna galla var því hafnað. 18 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 834, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3801. Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 83, nefnir það dæmi að hestur sé gallaður í þessum skilningi ef hann er fælinn, bók ef í hana vantar, og úr sem fjöðrin er brotin í. 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.