Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 42
Sem fyrr segir er sambærilegt ákvæði og 2. mgr. 20. gr. kpl. ekki að finna í nkpl. en hins vegar í 2. mgr. 29. gr. fkpl. í fyrri málsl. 2. mgr. 29. gr. fkpl. er fjallað um aðgæsluskyldu kaupanda í fasteignakaupum. Þar kemur fram að hafi kaupandi skoðað fasteign áður en kaup gerðust, eða án nægjanlegrar ástæðu látið undir höfuð leggjast að skoða hana þótt seljandi skoraði á hann um það, getur kaupandinn ekki borið fyrir sig galla sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun. í síðari málsl. kemur fram takmörkun í þessum efnum, þ.e. reglan um réttindamissi á ekki við ef seljandi sýndi af sér stórkostlegt gáleysi eða fram- ferði hans stríðir með öðrum hætti gegn heiðarleika og góðri trú. I athuga- semdum greinargerðar með frumvarpi til laga um fasteignakaup segir að í 1. málsl. 2. mgr. 29. gr. sé reglan um aðgæsluskyldu kaupanda. Orðalag hennar sé sambærilegt við orðalagið í 47. gr. eldri laga um lausafjárkaup, nr. 39/1922, sbr. og 2. mgr. 20. gr. laga nr. 50/2000 um sama efni. Um regluna hafi verið mikið fjallað og sé því ekki ástæða til að skýra hana sérstaklega.59 Meginregla kpl. er samkvæmt framansögðu sú að hafi kaupandi rannsakað söluhlut áður en kaup gerðust getur hann ekki borið fyrir sig neina þá galla sem hann hefði átt að veita athygli við slíka rannsókn. Sjá H 1980 66 (Sólbjörg EA- 142), dóm Hæstaréttar frá 19. desember 2002 í málinu nr. 276/2002 (Toyota Landcruiser), dóm Hæstaréttar frá 29. janúar 2004 í málinu nr. 227/2003 (Natan og Olsen ehf.) og sératkvæði í áðurgreindum dómi Hæstaréttar frá 13. nóvember 2003 í málinu nr. 312/2003 (Frjáls fjölmiðlun). Sama gildir ef kaupandi án gildrar ástæðu lætur hjá líða að sinna hvatningu seljanda um að rannsaka söluhlutinn. Sjá H 1988 400 (Kristján SI-18) en í því máli var talið að galla þá sem seldur bátur var haldinn hefði mátt sjá við skoðun sem kaupandi framkvæmdi ekki þrátt fyrir tilmæli seljanda, og var seljandinn því sýknaður af kröfum kaupanda. Kaupandinn getur haft gilda ástæðu til þess að rannsaka ekki söluhlut, t.d. þar sem hann má treysta sérþekkingu seljanda eða þar sem rannsókn yrði óhæfilega tímafrek eða óhæfilegur kostnaður henni samfara, t.d. vegna þess að hlut er að finna á öðrum stað. Eins getur verið að sérstök atvik við samningsgerð valdi því að kaupandi hafi sérstakt tilefni til að sýna meiri aðgæslu en ella, sbr. af vettvangi fasteignakaupa dóm Hæstaréttar frá 11. mars 2004 í málinu nr. 304/2003 (Kolgerði), en þar var talið að aðstaða samningsaðila til að gera sér grein fyrir ástandi selds húss hefði verið sam- bærileg og því ekki neinar forsendur til að dæma seljanda til greiðslu skaðabóta vegna galla. Þá þótti seljandi eins og á stóð hafa getað veitt takmarkaðar upplýsingar um ástand hússins og um það hefði kaupendum verið kunnugt, auk þess sem sannað þótti að ástand hússins hafi gefið þeim sérstakt tilefni til að sýna aðgæslu. Hafi seljandinn heitið tilteknum eiginleikum hefur kaupandinn yfirleitt ekki ástæðu til þess að rannsaka frekar hvort þeir eru fyrir hendi. Sjá t.d. dóm 59 Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 1469. 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.