Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 70
Þessar afgreiðslur koma svo til staðfestingar sveitarstjómar skv. samþykkt-
um um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa, sbr. t.d. 4. gr. samþykktar nr.
558/2003.
9. HVENÆR ER HEIMILT AÐ VEITA FRAMKVÆMDALEYFI?
9.1 Inngangur
Ákvæði 1. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga er ekki sett fram í texta
laganna sem matskennd regla í þeim skilningi að stjómvöld hafi frjálst mat um
það hvaða skilyrði framkvæmd þurfi að uppfylla svo að framkvæmdaleyfi verði
veitt. I reglunni er á tæmandi hátt upptalið hvaða skilyrði uppfylla þarf svo að
veita megi framkvæmdaleyfi. I I. málsl. 1. mgr. 27. gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 135/1997, er tekið fram að framkvæmdir sem eigi
undir ákvæðið skuli vera „í samræmi við skipulagsáætlanir og úrskurð um mat
á umhverfisáhrifum þar sem það á við“.
Ákvæði 27. gr. skipulags- og byggingarlaga vom lögtekin að tillögu um-
hverfisnefndar Alþingis eins og áður segir.35 I áliti umhverfisnefndar var tekið
fram að þessar framkvæmdir þyrftu að vera í samræmi við skipulagsáœtlanir og
fara skyldi um þær eftir lögum um mat á umhverfisáhrifum þar sem það ætti
við.36 í framsöguræðu formanns umhverfisnefndar Alþingis komu sömu sjónar-
mið fram.37 í 1. mgr. greinar 9.1 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 kemur fram
að framkvæmdir, sem falla undir 27. gr. skipulags- og byggingarlaga, skuli vera
„í samræmi við skipulagsáætlanir og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum, þar
sem það á við“.
Samkvæmt framansögðu eru það því tvö meginskilyrði sem uppfylla þarf
svo heimilt sé að veita framkvæmdaleyfi, þ.e. (1) að framkvæmdin sé í sam-
ræmi við skipulag og (2) úrskurð um mat á umhverfisáhrifum. Verður nú vikið
nánar að hvoru skilyrðinu um sig.
9.2 Er framkvæmd í samræmi við skipulag?
Ákvæði 27. gr. er skipað í III. kafla skipulags- og byggingarlaga er ber heitið
„gerð og framkvæmd skipulags“. Það kemur því ekki á óvart að megintilgangur
ákvæða 27. gr. sé að koma á eftirliti með því að þær framkvæmdir, sem ekki eru
byggingarleyfisskyldar, séu í samræmi við gildandi skipulag hverju sinni. Þetta
er í samræmi við eitt af meginmarkmiðum III. kafla laganna sem birtist í 2.
málsl. 1. mgr. 9. gr. þeirra. Þar er tekið fram að bygging húsa og annarra mann-
virkja ofan jarðar og neðan og aðrar framkvæmdir og aðgerðir sem hafa áhrif á
umhverfið og breyta ásýnd þess skuli vera í samræmi við skipulagsáætlanir, sbr.
ákvæði 43. gr. laganna um veitingu byggingarleyfis og ákvæði 27. gr. um
veitingu framkvæmdaleyfis.
35 Alþt. 1996-1997, A-deild, bls. 5347.
36 Alþt. 1996-1997, A-deild, bls. 5311.
37 Alþt. 1996-1997, B-deild, bls. 6386.
254