Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 26
Ákvæði f-liðar 2. mgr. 15. gr. nkpl. fjallar einungis um eiginleika söluhlutar og falla því kröfur sem varða þær upplýsingar sem veita skal um tiltekna framleiðslu utan gildissviðs ákvæðisins. Sem dæmi um þetta má nefna ákvæði laga um skyldu til þess að auglýsa hættu á heilsutjóni við tóbaksreykingar. Eftir atvikum getur það verið galli samkvæmt 16. gr. nkpl. ef slrkar upplýsingar vantar. Opinberar reglur, sem kveða á um notkun hlutar í tilteknu skyni, falla einnig utan ákvæðisins því að beiting reglnanna hvílir á athöfnum neytandans eftir að kaup gerðust. Seljandi vélsleða ber því ekki ábyrgð á því að neytandinn fái heimild til þess að aka vélsleðanum um eignarlönd annarra manna. Kröfur sem verða til eftir að kaup eru gerð falla utan ákvæðisins en það getur hins vegar leitt af samningi að slíkar kröfur hafi þýðingu. Þar við bætist að atvik sem verða til þess að notkun hlutarins er bönnuð geta leitt til þess að ekki sé unnt að ná því markmiði sem að var stefnt með kaupunum.27 í 2. mgr. 19. gr. fkpl. er skylt ákvæði. Þar segir að í neytendakaupum skuli ástand og búnaður fasteignar ávallt vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í lögum, stjómvaldsreglum eða fyrirmælum reistum á þeim er voru í gildi þegar fasteign eða hlutar hennar voru byggðir eða endurbyggðir. Þetta gildir þó ekki ef kaupandi byggði ekki á sérþekkingu eða mati seljanda á eiginleikum eignarinnar eða skorti réttmæta ástæðu til þess. Hér er um að ræða sérreglu um neytendakaup en hún á einnig í flestum tilvikum við í öðrum kaupum en neyt- endakaupum, en rétt þótti að hafa slíkt ófrávíkjanlegt ákvæði í lögunum. Liggja einkum til þess tvær ástæður. Annars vegar að við kaup neytenda á íbúðar- húsnæði af þeim sem selur það sem hluta af atvinnustarfsemi sinni er eðlilegt að hægt sé að gera kröfur um að eignin hafi þá kosti sem hún átti að hafa á þeirn tíma sem hún var byggð. Þetta á einnig við um einstaka hluta hennar sem kunna að hafa verið endurbyggðir eða endumýjaðir frá grunni. Hins vegar þótti rétt að létta sönnunarbyrði neytenda í slíkum málum.28 Skylt ákvæði er einnig að finna í 1. tl. 1. mgr. 9. gr. þjkpl. Þar kemur fram að seld þjónusta telst gölluð ef hún víkur frá almennum öryggiskröfum samkvænrt 5. gr. laganna. í hinu síðar- nefnda ákvæði er sú skylda lögð á seljanda þjónustu að hann skuli gæta þess að þjónustan sé í samræmi við almennar reglur, staðla, reglur sem stjórnvöld setja, stjórnvaldsákvarðanir og lög sem gilda um veitta þjónustu í þeim tilgangi að vemda öryggi neytenda. Sá er munur á reglum nkpl. og fkpl. að samkvæmt nkpl. skal söluhlutur vera í samræmi við kröfur opinbers réttar sem leiðir af lögum eða öðrum opinberum ákvörðunum á þeini tíma sem kaup áttu sér stað. Samkvæmt fkpl. skal ástand og búnaður fasteignar eða hluta hennar vera í samræmi við opinberar kröfur sem gerðar voru á þeim tíma þegar fasteign eða hlutar hennar voru byggðir eða endurbyggðir. 27 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3803. 28 Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 1464. 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.