Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 93
brottrekstrarsök vaktmannsins með öðrum hætti en með umræddri upptöku. Hvað
varðaði vinnsluheimild í 3. tl. 1. mgr. 8. gr. var í úrskurðinum vísað til ákvæða laga
nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði en þar er kveðið á um þagnarskyldu
allra starfsmanna viðskiptabanka og sparisjóða um allt það er varðar hagi viðskipta-
manna hlutaðeigandi stofnunar og annað það er leynt á að fara samkvæmt lögum
eða eðli máls.
í úrskurði stjórnar Persónuvemdar frá 7. október 2003 í máli Mjólkur-
samsölu Reykjavíkur var vöktun talin heimil með vísan til „sérstakrar nauð-
synjar“ vegna „eðlis“ þeirrar starfsemi sem fram fór.
í máli þessu var til úrlausnar notkun eftirlitsmyndavéla á tilteknum vinnusvæðum í
Mjólkursamsölu Reykjavíkur, þ.e. við móttöku á vögnum frá verslun, í pökkunarsal,
á umbúðalager og í afgreiðslukæli. I úrskurðinum var litið til þess hve starfsemi
fyrirtækja í matvælaiðnaði er háð ströngum reglum, m.a. lögum nr. 7/1998 um holl-
ustuvernd og mengunareftirlit, og lögum nr. 93/1995 um matvæli, og reglugerðum
sem settar hafa verið á grundvelli þeirra laga. Taldi Persónuvernd því að uppfyllt
væru skilyrði þágildandi 2. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000 um að sérstök nauðsyn stæði
til vöktunarinnar vegna eðlis þeirrar starfsemi sem þar færi fram. Vinnsla persónu-
upplýsinga var talin styðjast við 7. tl. 1. mgr. 8. gr., en á grundvelli þess ákvæðis
getur vinnsla persónuupplýsinga verið heimil sé hún nauðsynleg til að ábyrgðar-
aðili, eða þriðji maður eða aðilar sem upplýsingum er miðlað til, geti gætt lögmætra
hagsmuna. Þeir hagsmunir Mjólkursamsölunnar sem fyrirtækis í matvælaiðnaði af
því að sjá til þess að fylgt væri ákvæðum fyrrgreindra laga um hollustuvernd og
mengunareftirlit og ákvæðum laga um matvæli, þar sem markmið þessara laga er
einkum að tryggja neytendavemd, vom taldir það mikilvægir að þeir fullnægðu
skilyrðum greinarinnar. Þá voru í úrskurðinum talin uppfyllt ákvæði 7. tölul. 1. mgr.
9. gr. pvl. er heimila vinnslu persónuupplýsinga sé hún nauðsynleg til að krafa verði
afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja.
Hvað faldar myndavélar varðar má enn minnast á að 24. gr. pvl. sem eins og
áður hefur verið nefnt kveður á um skyldu til þess að merkja með áberandi hætti
ef rafræn vöktun á sér stað á vinnustað eða á almannafæri, og verður því að telja
notkun faldra myndavéla á vinnustað óheimila.15
5. EFTIRLIT MEÐ INTERNETNOTKUN
Um það rafræna eftirlit sem um ræðir í köflum 5.1 og 5.2 gildir að
meginreglur 7. gr. pvl. verða að vera uppfylltar, þ.e. upplýsingarnar þurfa að
vera unnar með sanngjömum, málefnalegum og lögmætum hætti, þær þurfa að
vera fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og þær skulu vera
viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnsl-
unnar. Þá þurfa skilyrði 8. gr. og eftir atvikum 9. gr. að vera uppfyllt.
15 í norskum dómi dæmdum í Gulating lagmannsrett 24. september 1999 (LG-1999-01640) var
talið óheimilt að leggja fram upptökur úr falinni eftirlitsmyndavél á vinnustað.
277