Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 77
skilyrðum í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum, sbr. a-lið 2. mgr. 11. gr. sömu
laga. Að öðrum kosti er framkvæmdin ekki „í samræmi við úrskurð um mat á
umhverfisáhrifum“.
(2) Eins og vikið var að í kafla 9.2 hér að framan getur sveitarstjórn veitt
framkvæmdaleyfi á grundvelli 3. tölul. ákvæða til bráðabirgða í skipulags- og
byggingarlögum, sbr. 19. gr. laga nr. 170/2000, enda þótt ekki sé enn búið að
ganga frá skipulagi varðandi það svæði sem um ræðir. í ákvæðinu kemur efnis-
lega fram að sveitarstjóm geti, án þess að fyrir liggi staðfest aðal- eða svæðis-
skipulag eða samþykkt deiliskipulag, leyft einstakar framkvæmdir sem um
kann að verða sótt, enda mæli Skipulagsstofnun með því. í þessu ákvæði er sér-
staklega tekið fram að sveitarstjórn sé unnt að binda slfkt leyfi tilteknum skil-
yrðum. Heimilt er því að binda framkvæmdaleyfi, sem gefin eru út á grundvelli
3. töiul. ákvæða til bráðabirgða, málefnalegum skilyrðum.
(3) Samkvæmt 1. málsl. 53. gr. skipulags- og byggingarlaga getur sveitar-
stjóm ákveðið að þjónustugjald skuli greitt fyrir útgáfu á framkvæmdaleyfi.
Slíkt gjald má ekki nema hærri upphæð en sem nemur kostnaði við útgáfu
leyfis, útmælingu, eftirlit, úttektir, yfirferð hönnunargagna og vottorð sem
byggingarfulltrúi lætur í té og skulu vera í samræmi við gjaldskrá sem sveitar-
stjóm setur og birtir í B-deild Stjórnartíðinda, sbr. 2. málsl. 53. gr. skipulags- og
byggingarlaga, sbr. 17. gr. laga nr. 170/2000. Sveitarstjórn ákveður gjalddaga
framkvæmdaleyfis og hvernig þau skulu innheimt, sbr. 1. mgr. 55. gr. skipu-
lags- og byggingarlaga, sbr. 10. gr. laga nr. 135/1997. Samkvæmt 3. mgr. 55. gr.
sömu laga fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð fyrir framkvæmdaleyfi
og má innheimta gjaldfallin gjöld með fjárnámi. Samkvæmt grein 9.3 í
skipulagsreglugerð nr. 400/1998 má gefa út framkvæmdaleyfi þegar (1)
sveitarstjóm hefur staðfest samþykkt skipulagsnefndar um veitingu fram-
kvæmdaleyfis og (2) þegar framkvæmdaleyfisgjöld hafa verið greidd eða samið
um greiðslur þeirra.
11. HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR UMSÖGN UMHVERFISSTOFNUNAR
OG NÁTTÚRUVERNDARNEFNDAR FYRIR AFGREIÐSLU
SVEITARSTJÓRNAR Á UMSÓKN UM FRAMKVÆMDALEYFI?
Eins og vikið var að í kafla 9.4 er mælt svo fyrir í 2. mgr. 37. gr. og 2. mgr.
47. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd, sbr. 7. og 8. gr. laga nr. 140/2001, að
leita skuli umsagnar Umhverfisstofnunar og náttúruvemdarnefnda áður en veitt
er leyfi til framkvæmda, sem hafa í för með sér röskun jarðmyndana og vist-
kerfa, eða leyfi til efnistöku á landi og af eða úr hafsbotni innan netlaga. Þetta
gildir þó ekki ef fyrir liggur aðalskipulag samþykkt eftir gildistöku laga nr.
44/1999 þar sem umsögn skv. 33. gr. þeirra laga liggur fyrir.
Framangreind ákvæði fela í sér lögbundna álitsumleitan. Sveitarstjóm er því
óheimilt að afgreiða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrr en aflað hefur verið
umsagnar Umhverfisstofnunar og náttúmverndamefndar ef um þær fram-
kvæmdir er að ræða sem ákvæði 2. mgr. 37. gr. og 2. mgr. 47. gr. laga nr.
261