Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 67
málið undir úrskurðamefnd skipulags- og byggingarmála. Ákvæði 2. mgr. 27.
gr. skipulags- og byggingarlaga veitir aðila máls svo og hlutaðeigandi sveitar-
stjóm heimild til þess að bera slrk mál beint undir úrskurð nefndarinnar. Þegar
það er gert tekur úrskurðamefnd skipulags- og byggingarmála ákvörðun á
fyrsta stjómsýslustigi. Ekki er möguleiki að kæra þessa ákvörðun nefndarinnar
til annars stjómvalds.
Meginkosturinn við að geta leitað beint til úrskurðamefndar skipulags- og
byggingarmála með vafaatriði af þessum toga felst í því að þá þarf málsaðili
ekki fyrst að láta útbúa dýr hönnunargögn, sem byggingaryfirvöld sveitarfélaga
áskilja almennt sem forsendu fyrir því að málið verið tekið til afgreiðslu áður
en skorið hefur verið úr því hvort framkvæmdin er yfirleitt leyfisskyld skv. 27.
gr. skipulags- og byggingarlaga.
Þess má geta að sambærilegt ákvæði er í 3. mgr. 36. gr. laganna um að
úrskurðamefnd skipulags- og byggingarmála geti skorið úr ágreiningi um bygg-
ingarleyfisskyldu.
7. HVER ER BÆR TIL ÞESS AÐ VEITA FRAMKVÆMDALEYFI?
Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. skipulags- og byggingarlaga veita sveitarstjómir
byggingar- og framkvæmdaleyfi. Þetta er í raun áréttað í 2. málsl. 27. gr. lag-
anna þar sem tekið er fram að óheimilt sé að hefja framkvæmdir sem falla undir
ákvæðið „fyrr en að fengnu framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitarstjómar“.
Þetta er ennfremur áréttað í 7. mgr. greinar 2.4, 2. mgr. greinar 2.5, 1. mgr.
greinar 9.1 og 1. tölul. greinar 9.3 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.
I 44. gr. skipulags- og byggingarlaga er lögmælt sú málsmeðferð að ekki
megi gefa út skriflegt byggingarleyfi fyrr en sveitarstjóm hafi staðfest sam-
þykkt byggingamefndar um veitingu byggingarleyfis. Sambærilegt ákvæði er
ekki lögfest í skipulags- og byggingarlögum varðandi framkvœmdaleyfi þótt
tekið sé fram að sveitarstjómir annist veitingu framkvæmdaleyfis í 2. málsl. 2.
málsgr. 3. gr. laganna. Mælt er svo fyrir í 7. mgr. greinar 2.4 í skipulagsreglu-
gerð að skipulagsnefnd fjalli um umsóknir um framkvæmdaleyfi og geri tillögu
til sveitarstjómar um afgreiðslu þeirra. í 1. mgr. greinar 9.3 í skipulagsreglugerð
kemur síðan fram að gefa megi út skriflegt framkvæmdaleyfi þegar sveitar-
stjóm hafi staðfest samþykkt skipulagsnefndar um veitingu framkvæmdaleyfis.
I ljósi þess að ákvæði skipulagsreglugerðar um framkvæmdaleyfi hafa sérstaka
lagastoð í 4. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga, sbr. 4. gr. laga nr.
135/1997, verður að ætla að sveitarstjórn hafi það ekki á valdi sínu að mæla
fyrir um aðra málsmeðferð sem fer í andstöðu við ákvæðið.
Það er athyglisvert að í reglugerðinni er skipulagsnefnd falið að afgreiða
þessi mál. I 3. mgr. 39. gr. skipulags- og byggingarlaga er á hinn bóginn kveðið
svo á að byggingamefnd geti með samþykki sveitarstjómar veitt byggingarfull-
trúa umboð til að gefa út byggingar- og framkvæmdaleyfi fyrir tilteknum, minni
háttar framkvæmdum enda sé ótvírætt að framkvæmd samræmist gildandi deili-
skipulagi og að hönnunargögn séu fullnægjandi. Ætla verður að þessi valdfram-
251