Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 38

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 38
eftir. Yfirleitt er ekki um upplýsingaskyldu seljanda að ræða varðandi þau atriði sem kaupandinn hefði átt að sjá við venjulega skoðun á söluhlut. Akvæðið hefur því helst þýðingu varðandi mikilvæga eiginleika söluhlutar sem ekki er hægt að sjá við venjulega skoðun eða þegar kaupandinn hefur ekki möguleika á að komast að upplýsingunum á annan hátt. Sem dæmi slíks má nefna upp- lýsingar um það að seldur bíll hafi lent í alvarlegum árekstri en það sést ekki við venjulega skoðun.48 I b-lið 1. mgr. 17. gr. nkpl. er kveðið á um að söluhlutur teljist gallaður ef fyrir liggja atvik sem lýst er í b-lið 1. mgr. 16. gr. nkpl. Þar er um það tilvik að ræða þegar seljandi hefur við kaupin vanrækt að gefa upplýsingar um atriði varðandi hlutinn eða not hans og seljandi hlaut að þekkja til og neytandi mátti ætla að hann fengi upplýsingar um, enda megi ætla að vanrækslan hafi haft áhrif á kaupin. Samkvæmt 27. gr. fkpl., sbr. 1. mgr. 26. gr., er fasteign gölluð ef kaupandi hefur ekki fengið þær upplýsingar um hana sem seljandi vissi eða mátti vita urn og kaupandi hafði réttmæta ástæðu til að ætla að hann fengi, ef það hefur haft áhrif á gerð eða efni kaupsamningsins að upplýsingarnar voru ekki veittar. Skiptir þá ekki máli þótt kaupin hafi verið gerð með þeim skilmála að eigin sé seld „í því ástandi sem hún er og kaupandi hefur kynnt sér“ eða með öðrunr sambærilegum almennum fyrirvara. 4.1.4 Astand söluhlutur verra eða mun verra en kaupandi mátti ætla Samkvæmt c-lið 1. mgr. 19. gr. kpl. er seljandinn ávallt ábyrgur ef í ljós kemur að ástand söluhlutar er til muna verra en kaupandi hafði ástæðu til að ætla miðað við kaupverð og atvik að öðru leyti. Ekki er það skilyrði þess að ákvæðið eigi við að um óheiðarleika af hálfu seljanda sé að ræða, en ósam- ræmið milli raunverulegs ástands söluhlutar og þess sem kaupandinn mátti ætla verður að vera ótvírætt. Segja má með öðrum orðum að seljandi geti ekki með því að gera almennan fyrirvara fiiTt sig ábyrgð þegar söluhlutur fullnægir ekki tilteknum lágmarksskilyrðum.49 Sjá um þetta sjónarmið úr gildistíð eldri kpl. H 1988 1570 (JCB traktorsgrafa). H 1988 1570 (JCB traktorsgrafa) í afsali fyrir 11 ára traktorsgröfu sagði að hún væri seld „í núverandi ástandi, sem kaupandi hefur þegar kynnt sér og sættir sig við að öllu leyti“. Við fyrsta verk sem kaupandinn vann með gröfunni bilaði gírkassinn og fljótlega eftir það kom fram að hann var ónýtur. Kaupandinn lét gera við gallann og höfðaði síðan mál á hendur seljanda til heimtu skaðabóta eða afsláttar. Aðilar voru sammála um að við kaupin hefði ekki fundist neitt athugavert við vélina, en kaupandinn ók henni lítils háttar við bílasöluna sem hafði milligöngu um kaupin. Osannað þótti að seljandinn hefði vitað um gallann í gírkassanum og var skaðabótakröfu kaupanda hafnað. Um afsláttar- 48 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 839. 49 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 839. 222
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.