Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 41
hálfu kaupanda vegna galla ef ráð var fyrir því gert að seljandinn bætti úr
gallanum eftir að kaup gerðust.57
Tímamarkið sem miðað er við í 1. mgr. 20. gr. kpl. er það þegar kaupin voru
gerð. Ákvæðið á samkvæmt því ekki við, þ.e. leiðir ekki til réttindamissis fyrir
kaupanda, þegar kaupandinn fékk vitneskju um atvik eftir kaup en áður en
afhending átti sér stað. Sein dæmi um þetta má nefna það tilvik að kaupandi bíls
kemst að því eftir kaup, en áður en hann veitir bílnum viðtöku, að bíllinn hefur
áður lent í tjóni. Getur kaupandi þá borið slíkt fyrir sig sem galla.
Ákvæði 1. ntgr. fjallar ekki einungis um það sem kaupandinn vissi um
heldur einnig það sem hann mátti vita um þegar kaup voru gerð. Tilvísun
ákvæðisins til þess sem kaupandi „mátti vita um“ svarar til þess sem kaupandi
„could not have been unaware of ‘ í 3. mgr. 35. gr. Sþ-sáttmálans og ber að túlka
á sama veg. Reglan gildir óháð því hvort kaupandinn hefur rannsakað söluhlut
eða ekki og einnig óháð því hvemig kaupandinn hefur fengið vitneskju um
eiginleika hlutarins. Hafi kaupandinn rannsakað hlutinn felur það oft í sér að
hann hafi einnig mátt vita um tiltekna eiginleika.58 Sjá H 1984 620 (Ford
Bronco).
H 1984 620 (Ford Bronco)
I riftunarmáli kaupanda bifreiðar á hendur seljanda lágu fyrir gögn um ástand bif-
reiðarinnar áður en kaup gerðust. Bentu þau gögn ekki til þess að gangur bifreiðar-
innar hefði þá verið óeðlilegur. Kaupandinn kynnti sér ástand bifreiðarinnar áður en
hann keypti hana og honum var ljóst að hann var að kaupa 6 ára gamla bifreið.
Honum mátti vera ljóst að vélin væri farin að slitna. Hann undirritaði yfirlýsingu um
að hann sætti sig við ástand hennar. Álit matsmanna var á þá leið að meðferð kaup-
anda á bifreiðinni hefði getað orsakað skemmdir á vélinni. Samkvæmt þessu þótti
kaupandinn ekki hafa fært að því sönnur að vélin hafi verið haldin slíkum göllum
þegar hann keypti bifreiðina að það heimilaði honum riftun kaupa. Var seljandi því
sýknaður af kröfum kaupanda.
í fasteignakaupum gildir einnig sú regla, sbr. 1. mgr. 29. gr. fkpl., að kaup-
andi getur ekki borið neitt fyrir sig sem galla sem hann þekkti til eða mátti
þekkja til þegar kaupsamningur var gerður.
5.3 Kaupandi rannsakar hlut eða lætur rannsókn hjá líða
Ef kaupandi hefur rannsakað söluhlut áður en kaup voru gerð eða hafi hann
án gildrar ástæðu látið undir höfuð leggjast að sinna hvatningu seljanda um
rannsókn getur kaupandi ekki borið fyrir sig neitt það sem hann hefði þá átt að
veita athygli. Þetta gildir þó ekki ef seljandi hefur sýnt af sér vítavert gáleysi
eða framferði hans að öðru leyti verið andstætt heiðarleika og góðri trú. Er um
þetta tilvik fjallað í 2. mgr. 20. gr. kpl.
57 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 840, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3805.
58 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 840.
225