Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 59
söguræðu ráðherra tók hann fram að mjög mikilvægt væri að leggja áherslu á
sjálft framkvæmdaleyfið sem í sjálfu sér segði ekkert annað en að þannig væri
að málum staðið að óhætt væri að ráðast í eða hefja framkvæmdir.3
2.2 Breytingartillögur umhverfisnefndar Alþingis við frumvarpið
Umhverfisnefnd Alþingis gerði grundvallarbreytingar á frumvarpi til skipu-
lags- og byggingarlaga. Ein af breytingunum laut að framkvæmdaleyfi. Gerð
var sú breytingartillaga að byggingarleyfi fæli jafnframt í sér leyfi til fram-
kvæmda. Ekki þurfti því lengur að sækja um sérstakt framkvæmdaleyfi til þess
að mega byrja framkvæmdir.4 Var því m.a. lagt til að 47. gr. frumvarpsins yrði
felld á brott.
A hinn bóginn var lagt til að bætt yrði inn í frumvarpið nýrri grein í 27. gr.
um framkvæmdaleyfi. Breytingartillagan hljóðaði svo:
27. gr.
Framkvœmdaleyfi
Allar framkvæmdir, sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem
skógrækt og landgræðsla eða breyting lands með jarðvegi eða efnistöku, skulu vera
í samræmi við skipulagsáætlanir og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum þar sem
það á við. Oheimilt er að hefja slíkar framkvæmdir sem ekki eru háðar byggingar-
leyfi skv. IV. kafla fyrr en að fengnu framkvæmdaleyfi viðkomandi sveitarstjómar.
Leiki vafi á því hvort framkvæmdir séu háðar ákvæðum um framkvæmdaleyfi skal
úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála kveða upp úr um það.
Framkvæmdaleyfi fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki verið hafnar innan tólf
mánaða frá útgáfu þess.5
I nefndaráliti umhverfisnefndar var ákvæðið skýrt á svohljóðandi hátt:
Með 27. gr. er lagt til að bætt verði inn í frumvarpið ákvæði um framkvæmdaleyfi.
Á það við um framkvæmdir sem ekki eru háðar byggingarleyfi og hafa áhrif á
umhverfið og breyta ásýnd þess. Falla skógrækt, landgræðsla og efnistaka til dæmis
þarna undir. Framkvæmdir þessar þurfa að vera í samræmi við skipulagsáætlanir og
fara skal um þær eftir lögum um mat á umhverfisáhrifum þar sem það á við. Gert er
ráð fyrir að framkvæmdaleyfi falli úr gildi ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan
tólf mánaða frá útgáfu þess.6
í samræmi við þessa breytingu var lagt til að framkvæmdaleyfi yrði nú
skilgreint á svohljóðandi hátt í 2. gr. frumvarpsins:
3 Alþt. 1996-1997, B-deild, dálk. 777.
4 Alþt. 1996-1997, A-deild, bls. 5313.
5 Alþt. 1996-1997. A-deild, bls. 5347.
6 Alþt. 1996-1997, A-deild. bls. 5311.
243