Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 46
honum, t.d. umboðsmenn hans, aðstoðarmenn og maka. Ástæða sé til að taka fram að það sé skilyrði að kaupandi hafi þekkt eða átt að þekkja til gallans. Þetta verði að skýra svo að hann hafi vitað um gallann eða átt að vita og að hann hafi skilið hver áhrif hann hafði. Oft verði ekki ætlast til þess af kaupanda að hann átti sig á því hvaða áhrif tilteknir gallar hafi. Þetta gildi einkum um galla sem lúti að hönnunar- eða byggingartæknilegum atriðum. Ekki sé líklegt að venjulegur maður sem kaupi fasteign, sem nýlokið er við að byggja, átti sig á því hvaða afleiðingar það geti haft ef honum er bent á að hönnun þaks sé óvenjuleg eða útfærsla einhverra byggingartæknilegra atriða. Osanngjarnt sé að kaupandi geti ekki borið fyrir sig galla sem leiði af slíkum atriðum.62 I 2. mgr. 20. gr. kpl. kemur fram fyrirvari sem við á þegar seljandinn hefur sýnt af sér vítavert gáleysi eða framferði hans að öðru leyti stríðir á móti heiðarleika og góðri trú. I þessu felst að vöntun rannsóknar eða ófullnægjandi rannsókn af hálfu kaupanda kemur honum ekki í koll ef seljandinn hefur sýnt af sér vítavert gáleysi eða framferði hans að öðru leyti er andstætt heiðarleika og góðri trú. Orðalag 2. mgr. 20. gr. kpl. er með þeim hætti að það gefur tækifæri til mats í hverju einstöku tilviki. Á það bæði við um mat í þeim efnum hvort kaupandinn hafi haft gilda ástæðu til að láta hjá líða að rannsaka hlutinn og einnig mat á því hverju hann hefði átt að komast að raun um við rannsókn. I báðum tilvikum skiptir máli tegund og eðli hlutar, venjur á viðkomandi sviði, staða aðilanna og sérþekking þeirra ásamt atvikum öllum við kaupin. Sjá H 1981 1512 (fólks- bifreið). H 1981 1512 (Fólksbifreið) Skömmu eftir kaup á bifreið var farið með hana á verkstæði til þess að láta skipta um gúmrní á höggvara. Komu þá í ljós alvarlegar skentmdir á undirvagni, þ.e. báðir grindarbitar að framan voru gegnumryðgaðir og brotnir. Talið var að grind bifreiðar- innar hafi verið í mun lakara ásigkomulagi en ætla mátti eftir aldri hennar og gerð. Þá var talið að þess hefði ekki verið að vænta að kaupandinn kæmi auga á skemmd- imar á grindinni við skoðun. Var því talið að ákvæði 47. gr. þágildandi kpl. stæði því ekki í vegi að kaupandi bæri skemmdimar fyrir sig. Stundum eru atvik með þeim hætti að aðilar verða sammála um að láta óháðan þriðja mann rannsaka söluhlut, t.d. þegar verkstæði er látið athuga bíl sem selja á. Ef seljandinn leitar eftir slíkri rannsókn fellur tilvikið utan 2. mgr. 20. gr. en hins vegar kemur niðurstaða rannsóknarinnar þá væntanlega í ljós við kaupin. Ef hins vegar kaupandinn leitar eftir slíkri rannsókn á ákvæðið ekki beint við samkvæmt orðanna hljóðan en því má beita með lögjöfnun.63 62 Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 1469. 63 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 841. 230
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.