Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 33
þess að hlutur verði notaður á rangan hátt og það leiði til tjóns á honum. Sem dæmi um þetta má nefna það tilvik þegar rangar upplýsingar í leiðbeiningum um vinnslugetu heimilistækis leiða til þess að það er notað meira en það þolir.38 Sjá til athugunar um svipað tilvik dóm í H 1997 1651 (íblöndunarefni). H 1997 1651 (íblöndunarefni) Verktaki tók að sér byggingu húss á Siglufirði og keypti sérstakt íblöndunarefni til að nota í gólf þess. Gallar komu fram á gólfinu og var meginorsök skemmdanna samkvæmt áliti Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins sú að of miklu vatni hafði verið blandað saman við þurrefni ílagnarinnar. Sagði í álitinu að nánast allt vatn umfram 21% valdi aðskilnaði í efninu, yfirborð verði veikara og loftbólur aukist. í bótamáli verktakans á hendur seljanda íblöndunarefnisins hélt verktakinn því fram að seljandinn hefði ekki haft næga þekkingu á því efni sem hann var að selja. Efnið hafi ekki staðist þær kröfur sem seljandi lofaði að það hefði til þeirra nota sem verktakinn upplýsti að hann ætlaði að nota það. I dómi Hæstaréttar sagði að kaupandi íblöndunarefnisins vefengdi ekki að undirverktaki sem lagt hefði gólfið hefði haft í höndum leiðbeiningar frá seljanda þess efnis að ekki hafi mátt þynna hið selda efni meira en svo að vatnsmagn blöndunnar væri um það bil 21%. Þegar litið væri til þessa og niðurstöðu rannsóknarstofnunarinnar yrði ekki talið að gallar þeir sem um væri deilt í málinu yrðu raktir til rangra eða villandi leiðbeininga sem seljandi hefði veitt skriflega. Þá þóttu önnur gögn málsins ekki veita sönnun fyrir því að ann- mörkum á hinu selda yrði kennt um hvemig til tókst þegar varan var notuð við umrætt verk. 3.3 Söluhlutur svarar ekki til þeirra upplýsinga sem annar en seljandinn gefur við markaðssetningu, 2. mgr. 18. gr. kpl. I 2. mgr. 18. gr. kpl. er fjallað um þær upplýsingar sem annar en seljandinn hefur gefið á hans vegum eða gefnar hafa verið á fyrri sölustigum. Segir í ákvæðinu að regla 1. mgr. 18. gr. gildi með sama hætti, þ.e. söluhlutur telst gall- aður þegar hann svarar ekki til þeirra upplýsinga sem annar en seljandinn hefur gefið á umbúðum hlutarins, í auglýsingum eða við aðra markaðssetningu á vegum seljanda eða fyrri söluaðila. Þetta gildir þó ekki ef seljandi hvorki vissi né mátti vita að upplýsingar voru gefnar. Tilvísun 2. mgr. til 1. mgr. 18. gr. felur í sér að upplýsingar þær sem nefndar eru í 2. mgr. þurfa að vera þess eðlis að ætla megi að þær hafi haft áhrif á kaupin. í 2. mgr. 16. gr. nkpl. er sambærilegt ákvæði. Þar segir að regla c-liðar 1. mgr. 16. gr. gildi með sama hætti þegar söluhlutur svarar ekki til þeirra upplýsinga sem annar en seljandi hefur gefið á umbúðum hlutarins, í auglýsingum eða við aðra markaðssetningu á vegum seljanda eða fyrri söluaðila. Meginatriðin í ákvæðinu er þessi: • söluhlutur svarar ekki til þeirra upplýsinga sem annar en seljandinn hefur gefið 38 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 837, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3804. 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.