Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 48
ákvörðunarstað meðan hlutur er í flutningi eða sendi hlut áfram án þess að hafa
haft sanngjamt tækifæri til að rannsaka hann, og hafi seljandi við kaupin vitað
eða mátt vita um möguleikann á slíkri breytingu eða framsendingu, má láta
rannsókn bíða þar til hluturinn er kominn á hinn nýja ákvörðunarstað. Sambæri-
legt ákvæði er ekki að finna í nkpl.66
6. TÍMAMARK GALLA
6.1 Almenn atriði
Við mat á því hvort söluhlutur telst gallaður skal miða við það tímamark
þegar áhættan af söluhlut flyst yfir til kaupanda, jafnvel þótt gallinn komi ekki
fram fyrr en síðar, sbr. 1. mgr. 21. gr. kpl. og 1. mgr. 18. gr. nkpl.
Samkvæmt 2. mgr. 21. gr. kpl. ber seljandi einnig ábyrgð á galla sem kemur
fram síðar ef ástæðu gallans má rekja til vanefnda af hans hálfu. Sama á við
þegar seljandi hefur með ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum hætti ábyrgst að
hluturinn hafi tiltekna eiginleika eða að hlut megi nota með venjulegum eða
sérstökum hætti liltekinn tíma eftir afhendingu.67
Af 21. gr. kpl. leiðir að það hefur ekki þýðingu varðandi kaupin þótt hlutur
sé gallaður samkvæmt ákvæðum 17.-20. gr. kpl. meðan áhættan af söluhlutnum
hvflir á seljanda. Um það atriði hvenær áhættan af söluhlut flyst frá seljanda yfir
til kaupanda vísast til 12.-16. gr. kpl. I pöntunarkaupum er það venjulega svo
að hluturinn er ekki í umsömdu ástandi fyrr en afhendingartími nálgast. En
hlutur getur einnig að öðru leyti verið gallaður áður en að afhendingu kemur án
þess að það feli í sér galla í tengslum við kaupin þar sem kaupandinn nær því
að búa hlut í umsamið ástand fyrir afhendingu og getur kaupandi þá ekki komið
fram með kröfur af því tilefni. I sumum tilvikum getur hins vegar augljóslega
verið um fyrirsjáanlegar vanefndir að ræða í skilningi 61.-62. gr. laganna og í
þeim tilvikum getur kaupandinn gripið til vanefndaúrræða án þess að bíða þess
að áhættan flytjist yfir til hans. Þetta getur t.d. átt við um einstaklega ákveðinn
hlut sem verður fyrir tjóni þannig að ljóst sé að hann verði ekki afhentur í
umsömdu ástandi.68
í 1. mgr. 18. gr. nkpl. er ákvæði sambærilegt 1. mgr. 20. gr. kpl., en 2. mgr.
18. gr. nkpl. á sér ekki hliðstæðu í kpl. en byggist á 3. mgr. 5. gr. Evrópu-
tilskipunar um neytendakaup. Þar er kveðið á um það að galli sem kemur upp
66 Um skýringu þessa ákvæðis sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 861-862.
67 Ákvæði 21. gr. kpl. byggist á 36. gr. Sþ-sáttmálans og endurspeglar þau sjónarmið sem fram
komu í 44. gr. eldri kpl. Þar er þó hvergi vísað til yfirlýsingar seljanda um ábyrgð. Það leiddi hins
vegar af frávíkjanlegu eðli eldri kaupalaga að seljandinn gat orðið ábyrgur á grundvelli yftrlýsingar
um ábyrgð eða annarrar áþekkrar yfirlýsingar sem leiða mátti af samningnum. Samkvæmt þessu er
í lagagreininni ekki um neina efnisbreytingu frá eldra rétti að ræða. Alþt. 1999-2000, A-deild, bls.
842. Sjá H 2000 1681 um sönnunarbyrði.
68 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 842.
232