Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 48
ákvörðunarstað meðan hlutur er í flutningi eða sendi hlut áfram án þess að hafa haft sanngjamt tækifæri til að rannsaka hann, og hafi seljandi við kaupin vitað eða mátt vita um möguleikann á slíkri breytingu eða framsendingu, má láta rannsókn bíða þar til hluturinn er kominn á hinn nýja ákvörðunarstað. Sambæri- legt ákvæði er ekki að finna í nkpl.66 6. TÍMAMARK GALLA 6.1 Almenn atriði Við mat á því hvort söluhlutur telst gallaður skal miða við það tímamark þegar áhættan af söluhlut flyst yfir til kaupanda, jafnvel þótt gallinn komi ekki fram fyrr en síðar, sbr. 1. mgr. 21. gr. kpl. og 1. mgr. 18. gr. nkpl. Samkvæmt 2. mgr. 21. gr. kpl. ber seljandi einnig ábyrgð á galla sem kemur fram síðar ef ástæðu gallans má rekja til vanefnda af hans hálfu. Sama á við þegar seljandi hefur með ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum hætti ábyrgst að hluturinn hafi tiltekna eiginleika eða að hlut megi nota með venjulegum eða sérstökum hætti liltekinn tíma eftir afhendingu.67 Af 21. gr. kpl. leiðir að það hefur ekki þýðingu varðandi kaupin þótt hlutur sé gallaður samkvæmt ákvæðum 17.-20. gr. kpl. meðan áhættan af söluhlutnum hvflir á seljanda. Um það atriði hvenær áhættan af söluhlut flyst frá seljanda yfir til kaupanda vísast til 12.-16. gr. kpl. I pöntunarkaupum er það venjulega svo að hluturinn er ekki í umsömdu ástandi fyrr en afhendingartími nálgast. En hlutur getur einnig að öðru leyti verið gallaður áður en að afhendingu kemur án þess að það feli í sér galla í tengslum við kaupin þar sem kaupandinn nær því að búa hlut í umsamið ástand fyrir afhendingu og getur kaupandi þá ekki komið fram með kröfur af því tilefni. I sumum tilvikum getur hins vegar augljóslega verið um fyrirsjáanlegar vanefndir að ræða í skilningi 61.-62. gr. laganna og í þeim tilvikum getur kaupandinn gripið til vanefndaúrræða án þess að bíða þess að áhættan flytjist yfir til hans. Þetta getur t.d. átt við um einstaklega ákveðinn hlut sem verður fyrir tjóni þannig að ljóst sé að hann verði ekki afhentur í umsömdu ástandi.68 í 1. mgr. 18. gr. nkpl. er ákvæði sambærilegt 1. mgr. 20. gr. kpl., en 2. mgr. 18. gr. nkpl. á sér ekki hliðstæðu í kpl. en byggist á 3. mgr. 5. gr. Evrópu- tilskipunar um neytendakaup. Þar er kveðið á um það að galli sem kemur upp 66 Um skýringu þessa ákvæðis sjá Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 861-862. 67 Ákvæði 21. gr. kpl. byggist á 36. gr. Sþ-sáttmálans og endurspeglar þau sjónarmið sem fram komu í 44. gr. eldri kpl. Þar er þó hvergi vísað til yfirlýsingar seljanda um ábyrgð. Það leiddi hins vegar af frávíkjanlegu eðli eldri kaupalaga að seljandinn gat orðið ábyrgur á grundvelli yftrlýsingar um ábyrgð eða annarrar áþekkrar yfirlýsingar sem leiða mátti af samningnum. Samkvæmt þessu er í lagagreininni ekki um neina efnisbreytingu frá eldra rétti að ræða. Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 842. Sjá H 2000 1681 um sönnunarbyrði. 68 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 842. 232
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.