Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 86
5. vinnslan sé framkvæmd af samtökum sem hafa stéttarfélagsleg markmið eða af öðrum
samtökum sem ekki starfa í hagnaðarskyni, svo sem menningar-, líknar-, félagsmála-
eða hugsjónasamtökum, enda sé vinnslan liður í lögmætri starfsemi samtakanna og
taki aðeins til félagsmanna þeirra eða einstaklinga sem samkvæmt markmiðum sam-
takanna eru, eða hafa verið, í reglubundnum tengslum við þau; slíkum persónuupp-
lýsingum má þó ekki miðla áfram án samþykkis hins skráða,
6. vinnslan taki einungis til upplýsinga sem hinn skráði hefur sjálfur gert opinberar,
7. vinnslan sé nauðsynleg til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dóms-
máls eða annarra slíkra laganauðsynja,
8. vinnslan sé nauðsynleg vegna læknismeðferðar eða vegna venjubundinnar stjómsýslu
á sviði heilbrigðisþjónustu, enda sé hún framkvæmd af starfsmanni heilbrigðisþjón-
ustunnar sem bundinn er þagnarskyldu,
9. vinnslan sé nauðsynleg vegna tölfræði- eða vísindarannsókna, enda sé persónuvemd
tryggð með tilteknum ráðstöfunum eftir því sem við á.
Eins og fram kemur í byrjun greinarinnar þarf til þess að vinnsla við-
kvæmra persónuupplýsinga sé heimil einhverju skilyrða 1. mgr. 8. gr. að vera
fullnægt auk þess sem til þarf að koma eitt af skilyrðum 1. mgr. 9. gr.
I 2. mgr. 9. gr. segir:
Þrátt fyrir að skilyrði 1. mgr. séu ekki uppfyllt er heimilt, í tengslum við framkvæmd
rafrænnar vöktunar, að safna efni sem verður til við vöktunina, svo sem hljóð- og
myndefni, með viðkvæmum persónuupplýsingum ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
1. að vöktunin sé nauðsynleg og fari fram f öryggis- og eignavörsluskyni,
2. að það efni sem til verður við vöktunina verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar
nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónu-
vemdar; heimilt er þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsi-
verðan verknað en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu,
3. að því efni sem safnast við vöktunina verði eytt þegar ekki er lengur málefnaleg
ástæða til að varðveita það, nema sérstök heimild Persónuvemdar skv. 3. mgr. standi
til frekari varðveislu.
Ljóst er að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem heimil er skv. 2. mgr. 9. gr.,
er tæmandi talin upp í greininni. Dæmi um ómálefnalega vöktun, og þar með
ólögmæta, er vöktun sem leiðir til þess að einstökum hópum manna verði mis-
munað, svo sem ef hún beinist að hópum á grundvelli skoðana þeirra, kynferðis,
uppruna, kynþáttar eða þjóðemis.7 8
3.4 Öryggisráðstafanir og fræðsiuskylda
Eins og sagði hér að framan kemur fram í 7. gr. laga nr. 77/2000 að
persónuupplýsingar skuli ekki varðveittar í því formi að unnt sé að bera kennsl
á skráða aðila lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. Þá kemur fram
7 http://www.althingi.is/altext/125/s/0399.html - Alþt. A-deild 1999-2000, þskj. 399, bls. 2722.
8 http://www.althingi.is/altext/127/s/1052.html - Alþt. A-deild 2001-2002, þskj. 1052, bls. 4527.
270