Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 38
eftir. Yfirleitt er ekki um upplýsingaskyldu seljanda að ræða varðandi þau atriði
sem kaupandinn hefði átt að sjá við venjulega skoðun á söluhlut. Akvæðið
hefur því helst þýðingu varðandi mikilvæga eiginleika söluhlutar sem ekki er
hægt að sjá við venjulega skoðun eða þegar kaupandinn hefur ekki möguleika
á að komast að upplýsingunum á annan hátt. Sem dæmi slíks má nefna upp-
lýsingar um það að seldur bíll hafi lent í alvarlegum árekstri en það sést ekki
við venjulega skoðun.48
I b-lið 1. mgr. 17. gr. nkpl. er kveðið á um að söluhlutur teljist gallaður ef
fyrir liggja atvik sem lýst er í b-lið 1. mgr. 16. gr. nkpl. Þar er um það tilvik að
ræða þegar seljandi hefur við kaupin vanrækt að gefa upplýsingar um atriði
varðandi hlutinn eða not hans og seljandi hlaut að þekkja til og neytandi mátti
ætla að hann fengi upplýsingar um, enda megi ætla að vanrækslan hafi haft
áhrif á kaupin. Samkvæmt 27. gr. fkpl., sbr. 1. mgr. 26. gr., er fasteign gölluð ef
kaupandi hefur ekki fengið þær upplýsingar um hana sem seljandi vissi eða
mátti vita urn og kaupandi hafði réttmæta ástæðu til að ætla að hann fengi, ef
það hefur haft áhrif á gerð eða efni kaupsamningsins að upplýsingarnar voru
ekki veittar. Skiptir þá ekki máli þótt kaupin hafi verið gerð með þeim skilmála
að eigin sé seld „í því ástandi sem hún er og kaupandi hefur kynnt sér“ eða með
öðrunr sambærilegum almennum fyrirvara.
4.1.4 Astand söluhlutur verra eða mun verra en kaupandi mátti ætla
Samkvæmt c-lið 1. mgr. 19. gr. kpl. er seljandinn ávallt ábyrgur ef í ljós
kemur að ástand söluhlutar er til muna verra en kaupandi hafði ástæðu til að
ætla miðað við kaupverð og atvik að öðru leyti. Ekki er það skilyrði þess að
ákvæðið eigi við að um óheiðarleika af hálfu seljanda sé að ræða, en ósam-
ræmið milli raunverulegs ástands söluhlutar og þess sem kaupandinn mátti ætla
verður að vera ótvírætt. Segja má með öðrum orðum að seljandi geti ekki með
því að gera almennan fyrirvara fiiTt sig ábyrgð þegar söluhlutur fullnægir ekki
tilteknum lágmarksskilyrðum.49 Sjá um þetta sjónarmið úr gildistíð eldri kpl. H
1988 1570 (JCB traktorsgrafa).
H 1988 1570 (JCB traktorsgrafa)
í afsali fyrir 11 ára traktorsgröfu sagði að hún væri seld „í núverandi ástandi, sem
kaupandi hefur þegar kynnt sér og sættir sig við að öllu leyti“. Við fyrsta verk sem
kaupandinn vann með gröfunni bilaði gírkassinn og fljótlega eftir það kom fram að
hann var ónýtur. Kaupandinn lét gera við gallann og höfðaði síðan mál á hendur
seljanda til heimtu skaðabóta eða afsláttar. Aðilar voru sammála um að við kaupin
hefði ekki fundist neitt athugavert við vélina, en kaupandinn ók henni lítils háttar við
bílasöluna sem hafði milligöngu um kaupin. Osannað þótti að seljandinn hefði vitað
um gallann í gírkassanum og var skaðabótakröfu kaupanda hafnað. Um afsláttar-
48 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 839.
49 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 839.
222