Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 77

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 77
skilyrðum í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum, sbr. a-lið 2. mgr. 11. gr. sömu laga. Að öðrum kosti er framkvæmdin ekki „í samræmi við úrskurð um mat á umhverfisáhrifum“. (2) Eins og vikið var að í kafla 9.2 hér að framan getur sveitarstjórn veitt framkvæmdaleyfi á grundvelli 3. tölul. ákvæða til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum, sbr. 19. gr. laga nr. 170/2000, enda þótt ekki sé enn búið að ganga frá skipulagi varðandi það svæði sem um ræðir. í ákvæðinu kemur efnis- lega fram að sveitarstjóm geti, án þess að fyrir liggi staðfest aðal- eða svæðis- skipulag eða samþykkt deiliskipulag, leyft einstakar framkvæmdir sem um kann að verða sótt, enda mæli Skipulagsstofnun með því. í þessu ákvæði er sér- staklega tekið fram að sveitarstjórn sé unnt að binda slfkt leyfi tilteknum skil- yrðum. Heimilt er því að binda framkvæmdaleyfi, sem gefin eru út á grundvelli 3. töiul. ákvæða til bráðabirgða, málefnalegum skilyrðum. (3) Samkvæmt 1. málsl. 53. gr. skipulags- og byggingarlaga getur sveitar- stjóm ákveðið að þjónustugjald skuli greitt fyrir útgáfu á framkvæmdaleyfi. Slíkt gjald má ekki nema hærri upphæð en sem nemur kostnaði við útgáfu leyfis, útmælingu, eftirlit, úttektir, yfirferð hönnunargagna og vottorð sem byggingarfulltrúi lætur í té og skulu vera í samræmi við gjaldskrá sem sveitar- stjóm setur og birtir í B-deild Stjórnartíðinda, sbr. 2. málsl. 53. gr. skipulags- og byggingarlaga, sbr. 17. gr. laga nr. 170/2000. Sveitarstjórn ákveður gjalddaga framkvæmdaleyfis og hvernig þau skulu innheimt, sbr. 1. mgr. 55. gr. skipu- lags- og byggingarlaga, sbr. 10. gr. laga nr. 135/1997. Samkvæmt 3. mgr. 55. gr. sömu laga fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð fyrir framkvæmdaleyfi og má innheimta gjaldfallin gjöld með fjárnámi. Samkvæmt grein 9.3 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 má gefa út framkvæmdaleyfi þegar (1) sveitarstjóm hefur staðfest samþykkt skipulagsnefndar um veitingu fram- kvæmdaleyfis og (2) þegar framkvæmdaleyfisgjöld hafa verið greidd eða samið um greiðslur þeirra. 11. HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR UMSÖGN UMHVERFISSTOFNUNAR OG NÁTTÚRUVERNDARNEFNDAR FYRIR AFGREIÐSLU SVEITARSTJÓRNAR Á UMSÓKN UM FRAMKVÆMDALEYFI? Eins og vikið var að í kafla 9.4 er mælt svo fyrir í 2. mgr. 37. gr. og 2. mgr. 47. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd, sbr. 7. og 8. gr. laga nr. 140/2001, að leita skuli umsagnar Umhverfisstofnunar og náttúruvemdarnefnda áður en veitt er leyfi til framkvæmda, sem hafa í för með sér röskun jarðmyndana og vist- kerfa, eða leyfi til efnistöku á landi og af eða úr hafsbotni innan netlaga. Þetta gildir þó ekki ef fyrir liggur aðalskipulag samþykkt eftir gildistöku laga nr. 44/1999 þar sem umsögn skv. 33. gr. þeirra laga liggur fyrir. Framangreind ákvæði fela í sér lögbundna álitsumleitan. Sveitarstjóm er því óheimilt að afgreiða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrr en aflað hefur verið umsagnar Umhverfisstofnunar og náttúmverndamefndar ef um þær fram- kvæmdir er að ræða sem ákvæði 2. mgr. 37. gr. og 2. mgr. 47. gr. laga nr. 261
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.