Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 93

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 93
brottrekstrarsök vaktmannsins með öðrum hætti en með umræddri upptöku. Hvað varðaði vinnsluheimild í 3. tl. 1. mgr. 8. gr. var í úrskurðinum vísað til ákvæða laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði en þar er kveðið á um þagnarskyldu allra starfsmanna viðskiptabanka og sparisjóða um allt það er varðar hagi viðskipta- manna hlutaðeigandi stofnunar og annað það er leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls. í úrskurði stjórnar Persónuvemdar frá 7. október 2003 í máli Mjólkur- samsölu Reykjavíkur var vöktun talin heimil með vísan til „sérstakrar nauð- synjar“ vegna „eðlis“ þeirrar starfsemi sem fram fór. í máli þessu var til úrlausnar notkun eftirlitsmyndavéla á tilteknum vinnusvæðum í Mjólkursamsölu Reykjavíkur, þ.e. við móttöku á vögnum frá verslun, í pökkunarsal, á umbúðalager og í afgreiðslukæli. I úrskurðinum var litið til þess hve starfsemi fyrirtækja í matvælaiðnaði er háð ströngum reglum, m.a. lögum nr. 7/1998 um holl- ustuvernd og mengunareftirlit, og lögum nr. 93/1995 um matvæli, og reglugerðum sem settar hafa verið á grundvelli þeirra laga. Taldi Persónuvernd því að uppfyllt væru skilyrði þágildandi 2. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000 um að sérstök nauðsyn stæði til vöktunarinnar vegna eðlis þeirrar starfsemi sem þar færi fram. Vinnsla persónu- upplýsinga var talin styðjast við 7. tl. 1. mgr. 8. gr., en á grundvelli þess ákvæðis getur vinnsla persónuupplýsinga verið heimil sé hún nauðsynleg til að ábyrgðar- aðili, eða þriðji maður eða aðilar sem upplýsingum er miðlað til, geti gætt lögmætra hagsmuna. Þeir hagsmunir Mjólkursamsölunnar sem fyrirtækis í matvælaiðnaði af því að sjá til þess að fylgt væri ákvæðum fyrrgreindra laga um hollustuvernd og mengunareftirlit og ákvæðum laga um matvæli, þar sem markmið þessara laga er einkum að tryggja neytendavemd, vom taldir það mikilvægir að þeir fullnægðu skilyrðum greinarinnar. Þá voru í úrskurðinum talin uppfyllt ákvæði 7. tölul. 1. mgr. 9. gr. pvl. er heimila vinnslu persónuupplýsinga sé hún nauðsynleg til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja. Hvað faldar myndavélar varðar má enn minnast á að 24. gr. pvl. sem eins og áður hefur verið nefnt kveður á um skyldu til þess að merkja með áberandi hætti ef rafræn vöktun á sér stað á vinnustað eða á almannafæri, og verður því að telja notkun faldra myndavéla á vinnustað óheimila.15 5. EFTIRLIT MEÐ INTERNETNOTKUN Um það rafræna eftirlit sem um ræðir í köflum 5.1 og 5.2 gildir að meginreglur 7. gr. pvl. verða að vera uppfylltar, þ.e. upplýsingarnar þurfa að vera unnar með sanngjömum, málefnalegum og lögmætum hætti, þær þurfa að vera fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og þær skulu vera viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnsl- unnar. Þá þurfa skilyrði 8. gr. og eftir atvikum 9. gr. að vera uppfyllt. 15 í norskum dómi dæmdum í Gulating lagmannsrett 24. september 1999 (LG-1999-01640) var talið óheimilt að leggja fram upptökur úr falinni eftirlitsmyndavél á vinnustað. 277
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.