Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 70

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 70
Þessar afgreiðslur koma svo til staðfestingar sveitarstjómar skv. samþykkt- um um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúa, sbr. t.d. 4. gr. samþykktar nr. 558/2003. 9. HVENÆR ER HEIMILT AÐ VEITA FRAMKVÆMDALEYFI? 9.1 Inngangur Ákvæði 1. mgr. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga er ekki sett fram í texta laganna sem matskennd regla í þeim skilningi að stjómvöld hafi frjálst mat um það hvaða skilyrði framkvæmd þurfi að uppfylla svo að framkvæmdaleyfi verði veitt. I reglunni er á tæmandi hátt upptalið hvaða skilyrði uppfylla þarf svo að veita megi framkvæmdaleyfi. I I. málsl. 1. mgr. 27. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 135/1997, er tekið fram að framkvæmdir sem eigi undir ákvæðið skuli vera „í samræmi við skipulagsáætlanir og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum þar sem það á við“. Ákvæði 27. gr. skipulags- og byggingarlaga vom lögtekin að tillögu um- hverfisnefndar Alþingis eins og áður segir.35 I áliti umhverfisnefndar var tekið fram að þessar framkvæmdir þyrftu að vera í samræmi við skipulagsáœtlanir og fara skyldi um þær eftir lögum um mat á umhverfisáhrifum þar sem það ætti við.36 í framsöguræðu formanns umhverfisnefndar Alþingis komu sömu sjónar- mið fram.37 í 1. mgr. greinar 9.1 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 kemur fram að framkvæmdir, sem falla undir 27. gr. skipulags- og byggingarlaga, skuli vera „í samræmi við skipulagsáætlanir og úrskurð um mat á umhverfisáhrifum, þar sem það á við“. Samkvæmt framansögðu eru það því tvö meginskilyrði sem uppfylla þarf svo heimilt sé að veita framkvæmdaleyfi, þ.e. (1) að framkvæmdin sé í sam- ræmi við skipulag og (2) úrskurð um mat á umhverfisáhrifum. Verður nú vikið nánar að hvoru skilyrðinu um sig. 9.2 Er framkvæmd í samræmi við skipulag? Ákvæði 27. gr. er skipað í III. kafla skipulags- og byggingarlaga er ber heitið „gerð og framkvæmd skipulags“. Það kemur því ekki á óvart að megintilgangur ákvæða 27. gr. sé að koma á eftirliti með því að þær framkvæmdir, sem ekki eru byggingarleyfisskyldar, séu í samræmi við gildandi skipulag hverju sinni. Þetta er í samræmi við eitt af meginmarkmiðum III. kafla laganna sem birtist í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. þeirra. Þar er tekið fram að bygging húsa og annarra mann- virkja ofan jarðar og neðan og aðrar framkvæmdir og aðgerðir sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess skuli vera í samræmi við skipulagsáætlanir, sbr. ákvæði 43. gr. laganna um veitingu byggingarleyfis og ákvæði 27. gr. um veitingu framkvæmdaleyfis. 35 Alþt. 1996-1997, A-deild, bls. 5347. 36 Alþt. 1996-1997, A-deild, bls. 5311. 37 Alþt. 1996-1997, B-deild, bls. 6386. 254
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.