Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 87

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 87
í 3. tl. 2. mgr. 9. gr. sem fjallar um skilyrði fyrir söfnun viðkvæmra persónu- upplýsinga með rafrænni vöktun: „að því efni sem safnast við vöktunina verði eytt þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita það“. Það er um- hugsunarefni að víða í nágrannalöndum okkar er kveðið á um tiltekinn varð- veislutíma í lögum eða reglum, en hér á landi er það atvinnurekandi sjálfur sem metur hve lengi málefnaleg ástæða er til varðveislu. 11. mgr. 11. gr. laganna eru þær skyldur lagðar á ábyrgðaraðila að gera viðeigandi tæknilegar og skipulags- legar öryggisráðstafanir til að vemda persónuupplýsingar gegn ólöglegri eyði- leggingu, gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og fyrir óleyfilegum aðgangi. Þessar öryggiskröfur fela í raun í sér að atvinnurekandi skal tryggja að einungis örfáir starfsmenn hafi aðgang að upptökunum og að óviðkomandi sé ómögulegt að koma höndum yfir þær. Upptökum skal eyða þegar ekki er lengur þörf á varðveislu þeirra og skal það gerast eftir stuttan tíma. Mjög rík skylda er lögð á atvinnurekanda samkvæmt lögunum að fræða starfsmenn sína um að það sé verið að vinna með persónuupplýsingar um þá. Akvæði 20. gr. pvl. kveða á um fræðsluskyldu við hinn skráða ef upplýsinganna er aflað frá honum. Er tilgreint í ákvæðinu hvað upplýsa skuli hinn skráða um og er það m.a. um tilgang vinnslunnar, viðtakendur upplýsinganna, hvort hinum skráða sé skylt eða valfrjálst að veita umbeðnar upplýsingar og um rétt hans til leiðréttingar og eyðingar rangra upplýsinga. Þá kveður 24. gr. pvl. á um að skylt sé þegar rafræn vöktun fer fram á vinnustað eða á almannafæri að merkja eða á annan áberandi hátt gera glögglega viðvart um vöktunina og hver sé ábyrgðar- aðili hennar. I greinargerð með frumvarpi til laganna kemur fram að vöktun með leynd, og vöktun annars staðar en á vinnustað og á almannafæri, sé óheimil nema til hennar standi sérstök lagaheimild, sbr. t.d. þær sérreglur sem gilda um vöktun af hálfu lögreglu samkvæmt ákvæðum lögreglulaga, nr. 90/1996, og ákvæðum laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991.9 I leiðbeiningarreglum um eftirlit vinnuveitenda með tölvupósts- og net- notkun starfsmanna, sem settar voru af Persónuvemd 17. desember 2001, kemur fram í 2. gr. að vinnuveitanda10 sé óheimilt að fylgjast með netnotkun starfsmanna nema hann hafi áður uppfyllt fræðsluskyldu sína skv. 20. gr. laga nr. 77/2000. Þá skyldu sína geti hann uppfyllt með því að setja vinnureglur um hvemig netvöktun fari fram, en með netvöktun er átt við að fylgst sé með notkun starfsmanns á intemeti eða notkun hans á tölvupósti. í fyrmefndum leiðbeiningarreglum segir að vinnureglumar skuli vera skriflegar og auðskiljan- legar, æskilegt sé að reglunum verði ekki beitt nema öllum starfsmönnum hafi sannanlega verið kunngjört um efni þeirra og þeim gefinn a.m.k. 15 daga frestur til að koma að athugasemdum. Þá skuli vinnureglumar jafnan vera aðgengi- legar starfsfólki og sæta reglulegri endurskoðun. 9 http://www.althingi.is/altext/125/s/0399.html - Alþt. A-deild 1999-2000, þskj. 399, bls. 2735. 10 I reglunum er talað um vinnuveitanda en annars staðar í grein þessari er talað um atvinnu- rekanda. 271
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.