Ægir - 01.09.1996, Page 22
Arnar Sigurbjömsson í miðjunni
ásamt Finni fónssyni t.v. og
Vilhjálmi Árnasyni t.h.
gangi. í sónarnum má segja að séu þrjú
tæki, þ.e. 360 gráðu leitun, sneiðmynd og
dýptarmælir. Sneiðmyndarkostur Wesm-
ar-sónaranna eykur notagildi þeirra til
mikilla muna sem dýptarmæla eða sem
neðansjávarradars en skipstjórar gera sér í
auknum mæli ljóst gildi þess að geta horft
í kringum sig neðansjávar rétt eins og
uppi á yfirborðinu. Allar leiðbeiningar eru
á íslensku í þessum hraðasta sónar sem
fæst.
Sneiðmyndarkosturinn eykur mjög
notagildi tækisins en með því er hægt að
velta hausnum reglulega fram og til baka
og skoða þannig mun stærra svæði í
kringum skipið en áður. Þessi kostur hefur
leitt til þess að fiskimenn aðrir en nóta-
veiðimenn eru farnir að renna hýru auga
til sónarsins.
í boði eru fjórar tíðnir, 30, 60, 160 og
180 kHz, og langdrægið er allt að 3.000
metrum. Sónarinn frá Wesmar er ekki
„omni".
„Ef við lítum til frænda okkar í Noregi
og á írlandi, sem gera út stóran og glæsi-
lega nótaflota, þá kemur í ljós að þeir nota
mjög mikið Wesmar-sónar í sínum nóta-
skipum," sagði Arnar.
Bylting í bógskrúfum
Wesmar framleiðir ekki eingöngu sigl-
ingar- og fiskileitartæki því bógskrúfur fyr-
irtækisins hafa verið vinsælar á erlendum
mörkuðum en nú er í fyrsta skipti boðið
upp á þær hér íslandi. Hönnun bógskrúf-
anna frá Wesmar er nokkuð frábrugðin
því hefðbundna því í stað einnar skrúfu
með breytilegum skurði eru tvær skrúfur
með föstum skurði sem gefa 40% meiri
nýtingu aflsins en hefðbundnar skrúfur.
Fyrstu Wesmar-bógskrúfurnar verða
settar í Víkurbergið GK í haust en þær eru
250 og 300 hestöfl. Að sögn Arnars er
mikill áhugi hjá íslenskum útgerðar-
mönnum fyrir þessum skrúfum og margir
spenntir að sjá hvernig þær koma út í Vík-
urberginu. Bógskrúfa frá Wesmar verður
til sýnis í bás Skiparadíós á sjávarútvegs-
sýningunni sem verður nr. E-110.
Skiparadíó er tæplega 30 ára gamalt
fyrirtæki þar sem vinna 4 starfsmenn.
Fyrirtækið hefur verið í fremstu röð og
nánu samstarfi við íslenska skipstjórnar-
menn í allan þann tíma sem það hefur
starfað. Að sögn Arnars er ávallt mikill á-
hugi erlendra framleiðenda á samstarfi
við íslendinga þegar þróun nýjunga í
fiskileitar- og siglingatækjum er annars
vegar.
„Menn líta hingað vegna þess að hér
eru kröfuharðir aflamenn að vinna við
mjög erfiðar aðstæður með mjög góðum
árangri. íslenskir skipstjórar vilja aðeins
það besta og hafa sannarlega mikið fram
að færa."
Samstarf Skiparadíós og Wesmar um
þróun höfuðlínusónarsins er gott dæmi
um slíkt samstarf þar sem reynsla íslenska
sjómanna og erlendra framleiðenda er
tvinnuð saman til þess að ná besta árangri
sem völ er á.
Svipuð verkefni, sem í náinni framtíð
munu geta af sér nýjungar, eru í farvatn-
inu hjá Skiparadíó og er einkum vænst
mikils af tveimur nýjungum. Önnur
þeirra er tæki sem mælir hitaskil í sjónum
af meiri nákvæmni en áður hefur verið
kleift og mun auðvelda fiskimönnum að
fylgja fiskinum sem einatt fylgir hitaskil-
um. □
r m ■l. • IB0 • ' Y I- - j/ NG 36 / =
TVG «0 SPEID 1 PQUER
A þessari mynd sýnii
sónarinn lóðningu c
stjórnborð utan í brattc.
en á bakborða er mýkr,
botn eins g greinlega mc
sjá á myndinni.
Beint undir skipinu er
lóðning og góður botn er
til beggja hliða er erfiðari
botn og jafnvel ófcer. Á
venjulegum dýptarmœli
sæist það sem undir
bátnum er en ekki það
sem er til sitt hvorrar
handar.
22 ÆGIR