Ægir - 01.09.1996, Síða 40
Vökvaleiðslur og tengi
Sérfræðingar í vökvakerfum
Fyrirtækiö Vökvaleiðslur og tengi hf. var stofnað árið 1968 af Þórarni Gísla-
syni. Eins og nafnið bendir til var fyrirtækið upphaflega stofnað til þess að
flytja inn efni til háþrýstibúnaðar, smíði og þjónustu ásamt efnissölu.
Hjá fyrirtækinu eru smíðaðar allar gerð-
ir af há- og lágþrýstivökvaslöngum af
mörgum stærðum og gerðum allt eftir
óskum hvers og eins og fyrirtækið hefur
alla tíð lagt metnað sinn í vandaða vinnu
og góða þjónustu. Einnig eru smíðuð rör
af ýmsum stærðum og gerðum s.s. loftrör,
olíurör, vökvaþrýstirör, bremsurör, spíss-
rör, beygð og frágengin við hæfi hverrar
vélar og auk þess annast starfsmenn fyrir-
tækisins sérpantanir á þeim vörum sem
ekki eru til á lager.
„Við leggjum aðaláherslu á góða þjón-
ustu og vandaða vöru," sagði Garðar
Skarphéðinsson framkvæmdastjóri hjá
Vökvaleiðslum og tengjum í samtali við
Ægi.
í dag starfa átta manns hjá Vökvaleiðsl-
um og Tengjum, aðallega vélvirkjar og vél-
stjórar og að sögn Garðars er samankomin
mikil tækniþekking þar innan veggja sem
tryggir það að viðskiptavinirnir fá alltaf
fullkomnustu þjónustu sem völ er á.
„Það sem lýsir þjónustu okkar í hnot-
skurn er að hingað koma menn með rörið
eða slönguna sem hefur gefið sig og við
klæðskerasaumum nákvæmlega eins hlut
í staðinn."
Vökvakerfi eru samansett úr mjög
mörgum hlutum, leiðslum, rörum, þétt-
ingum, tengjum, lokum og stýritækjum.
Vökvakerfi eru víða notuð bæði í vélum,
bílum, skipum og iðnaði og hlutverk
Vökvaleiðsla og Tengja er að eiga alltaf til
allt sem þarf að skipta um og smíða það
sem ekki er til á lager.
Eins og líklegt má telja em það einkum
slöngur og rör sem gefa sig í vökvakerf-
um þar sem mest mæðir á þeim hlutum.
Vökvakerfi um borð í skipum eru undir
gífurlegu álagi og aðstæður erfiðari en
víða í landi, meiri tæring og álag. Slöngur
í vökvakerfum geta þurft að þola 300-400
kílóa þrýsting á fersentimetra og gefur
því auga leið að ekki dugar að setja
venjulega gúmmíslöngu í staðinn. Garð-
ar segir að ýmist séu notuð rör eða
Starfsfólk hjá Vökvaleiðslum og tengjum.
vírofnar slöngur með allt að fjórum
vírofnum lögum.
Að sögn Garðars hafa lengi ekki orðið
miklar breytingar á uppbyggingu vökva-
kerfa en tölvutæknin er komin til skjal-
anna og tölvur stýra vökvakerfum nútím-
ans með miklu meiri nákvæmni en áður
þekktist þó kerfið sé í grunneðli sínu hið
sama.
Vökvaleiðslur og Tengi hafa ekki farið
varhluta af þeirri uppsveiflu sem er í sjáv-
arútvegi því mikil aukning varð í sölu
fyrirtækisins sérstaklega á seinni hluta
síðasta árs og í byrjun þessa árs.
„Þetta er einkum viðhaldsverkefni,
menn eru að endurnýja vökvakerfi í skip-
unum en það má segja að mikil uppsöfn-
uð viðhaldsþörf hafi verið orðin í flotan-
um."
Þótt miklar breytingar standi nú yfir á
loðnuflotanum þá eru flest stærri verk-
efnin unnin erlendis og koma því ekki
inn á borð hjá Vökvaleiðslum og Tengj-
um en Garðar segir að fyrirtækið njóti
samt góðs af.
Á sjávarútvegssýningunni verður
þjónusta og vöruúrval Vökvaleiðsla og
Tengja kynnt ítarlega en framarlega á
oddinum verður ný tegund tengja til
samsetninga á vökvakerfum. Þetta eru
tengi frá Straub sem hafa vakið mikla at-
hygli. Straub tengi er gífurlega einfalt í
uppsetningu því aðeins þarf að skera rör-
in, setja tengið á og herða bolta. Engar
suður og ekkert þarf að snitta. Þetta gerir
alla uppsetningu vökvakerfa fljótlegri og
einfaldari og auðvelt að koma því við í
meiri þrengslum en eldri lausnum.
Málmhlutar eru ryðfríir sem tryggir
mikla endingu.
„Þetta hefur vakið mikla og verðskuld-
aða athygli þeirra sem þurfa að gera við
og umgangast vökvakerfi því með þess-
um nýju tengjum er þægilegt að taka
sundur rör til að auðvelda viðgerðir því
samsetning að nýju er svo fljótleg." □
40 ÆGIR