Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1996, Page 46

Ægir - 01.09.1996, Page 46
Vélsmiðjan Stál hf. á Seyðisfirði Nýsmíðar fyrir loðnuverk- smiðjur og vatnsvirkjanir eru þungamiðjan Nýsmíðar eru langstærsti þátturinn í starfsemi Vélsmiðjunnar Stáls hf. á Seyðisfirði. Viðgerðir og viðhald skipa eru einnig umtalsverður þáttur en teng- ist einkum loðnuvertíðinni. „Okkur tókst, i kjölfar lægðarinnar sem varð þegar síldin hvarf í lok sjö- unda áratugarins, að hasla fyrirtækinu völl við smíðar á ýmisskonar lokubún- aði fyrir vatnsvirkjanir, bæði stórar og smáar," segir Theódór Blöndal fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins í viðtali við Ægi. „Þessi verkefni náðust með þátt- töku okkar í útboðum en síðan hefur byggst upp hjá okkur verkkunnátta á þessu sviði og svo vel hefur tekist til að Stál hf. nýtur trausts á þessu sviði sem síðan hefur orðið til þess að smíði loku- búnaðar er enn umtalsverður þáttur í starfsemi Stáls hf." Járniðnaður byggir á áralangri hefð á Seyðisfirði. Hjá fyrirtækinu vinna nú rúmlega þrjátíu manns. Þar er dráttar- braut þar sem hægt er að taka upp allt að 40 metra löng skip en viðgerða- og viðhaldsverkefni eru einkum í tengslum við loðnuvertíðina. Þjónusta fyrirtækisins við loðnuiðn- aðinn er þó fyrst og fremst falin í margs konar nýsmíði fyrir loðnuverksmiðjur bæði á Austfjörðum og annarsstaðar á landinu. Stál hf. hefur sérhæft sig í smíði tækja og búnaðar eins og snigil- flytjurum af öllum gerðum og lengdum. Einnig má nefna reykhreinsibúnað og forsíur til loðnuvinnslu. „Við höfum náð góðri stöðu á þessum markaði," sagði Theódór Blöndal. „Ný- smíðar fyrir raforkufyrirtækin og loðnu- verksmiðjur hafa verið undirstaðan síð- ustu árin. Vélsmiðjan Stál hefur þó ekki farið varhluta af samkeppni við erlendar skipasmíðastöðvar. Vegna þrenginga sem verið hafa í íslenskum jámiðnaði um ára- bil, er nú svo komið að heilu kynslóðirn- ar vantar í stétt járniðnaðarmanna. Ung- ir menn hafa ekki haft áhuga og þó svo menn hafi viljað hefja nám í járnsmíði þá hafa smiðjurnar ekki treyst sér til að taka nema í neinum mæli," segir Theó- dór Blöndal. Hann telur þó, að nokkuð skorti á starfsöryggi í járniðnaðinum miðað við núverandi aðstæður. Æskilegt væri að tryggja verkefni smiðjanna al- mennt lengra fram í tímann en nú er. Vélsmiðjan Stál hf. var stofnuð árið 1948. Skipasmíðar og viðgerðir hafa ávallt sett svip sinn á starfsemina. Af ný- smíðum skipa hjá fyrirtækinu má nefna nýverandi Hríseyjarferju. Á Seyðisfirði voru einnig smíðaðir tveir sandflutn- ingaprammar fyrir Vita- og hafnamála- stofnun og þar voru smíðaðir fyrstu 30 tonna stálfiskibátarnir en fram til þess tíma höfðu menn hér á landi ekki haft trú á svo litlum fiskiskipum úr stáli. Vélsmiðjan Stál hf. er stærsta fyrir- tæki sinnar gerðar á Austfjörðum. Á Seyðisfirði er stöðin alveg við höfnina. Þar er að sögn Theódórs góð útiaðstaða og góðar byggingar sem meðal annars hýsa vél- og plötusmiðju. □ 46 ÆGIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.