Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 84

Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 84
Nótastöðin Oddi á Akureyri Sinnum öllum veiðarfærum „í dag bjóðum við öllum fiski- mönnum og útgerðarmönnum veiðarfæri, hvort sem þeir eru að veiða í nót, net, dragnót eða fiski- troll. Það eina sem við höfum ekki sinnt mikið er að sauma humar- troll en það skapast aðallega af því að hér fyrir norðan er humar- veiði ekki stunduð," sagði Vin- cent Newman framkvæmdastjóri Nótastöðvarinnar Odda á Akur- eyri í samtali við Ægi. Nótastöðin Oddi er gamalgróið fyrir- tæki í netagerð því það var stofnað árið 1953 og fyrstu árin var mikil áhersla lögð á þjónustu við síldarflotann eins og nafnið bendir til. Oddi fylgdist þá eins og nú vel með þróuninni og fór að sinna þörfum togaraflotans fljótlega eft- ir að togaraútgerð hófst frá Akureyri en það var á tímabili sem kennt hefur verið við nýsköpun á sjötta áratugnum. „í dag er okkar þjónusta alhliða en ég vil þó sérstaklega benda á þá þjónustu okkar að við tökum síldar- og loðnunæt- ur inn í hús og geymum þær þar fyrir okkar viðskiptavini. Við þurrkum næt- urnar með heitum blæstri og það tekur fjóra til fimm daga að þurrka hverja nót. Síðan eru þær geymdar skráþurrar á dimmum og þurrum stað. Þetta er ákaf- lega brýnt og stóreykur endingartíma nótanna því sólarljós skemmir nælonið. Þegar nót fær að liggja í blautum haug vikum saman hitnar í bingnum og það skemmir nótina," sagði Vincent. Nótastöðin Oddi er í dag með 12 starfsmenn í vinnu en þegar mest er að gera verða þeir um 20. Undanfarin ár hefur Oddi átt velgengni að fagna og síðustu sjö ár hefur velta fyrirtækisins aukist jafnt og þétt milli ára. Markaðs- svæði Odda er um allt Norðurland en með aðaláherslu á Eyjafjörð en í gegn- um árin hefur Oddi skipt mikið við fyr- irtæki austan Akureyrar, á Þórshöfn, Raufarhöfn og Vopnafirði og svo er enn í dag. „Á árum áður náði markaðssvæði Odda frá Blönduósi og austur til Vopna- fjarðar en með aukinni samkeppni r netagerð og fjölgun fyrirtækja hefur þetta breyst," segir Vincent sem bendir einnig á að togarar sæki minni þjónustu Vincent Nevman framkvœmdastjóri Nótastöðvarinnar Odda. til netaverkstæða en áður vegna þess að mjög mörg útgerðarfyrirtæki reki lítil verkstæði sem annist þeirra skip og ekki síður vegna þess að tækni við togveiðar hefur fleygt fram á síðustu árum og veiðarfæraslit því mun minna í dag en áður var. „Nú til dags láta togaramir trollið rétt sleikja botninn og togari sem er t.d. á grálúðuveiðum slitur í dag tveimur undirbyrðum á sama tíma og hann hefði gatslitið tuttugu áður." Aukin rækjuveiði hefur leitt til meiri viðskipta við rækjuveiðiflotann og stöðugt er leitað eftir nýrri og betri veið- arfærum þó varla sé rétt að tala um bylt- ingu. „Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar nema hvað nú nota rækju- skip seiðaskilju sem er nýtt en veiðar- færið er í meginatriðum óbreytt. Hitt er svo annað mál að skipstjórar og útgerð- armenn eru stöðugt leitandi að nýjum leiðum og láta oft gera smábreytingar vegna þess og því má segja að framþró- un sé stöðug og jöfn." Hjá Odda vinna fjórir lærðir neta- gerðarmenn og tveir nemar eru á samn- ing hjá fyrirtækinu en að sögn Vincents er töluverður áhugi meðal ungs fólks á því að læra netagerð og komast færri að en vilja. „Hér á landi er netagerð löggilt iðn- grein og að því leyti stöndum við tölu- vert framar en nágrannalönd okkar eins og Danmörk og Bretland. Þetta skilar sér í því að veiðarfæri sem em flutt inn frá þess- um löndum standast oft varla samanburð við það sem krafist er hér innanlands." Vincent segir að innlend netaverk- stæði geti vel keppt við innflutning í verði á veiðarfærum en með gæðakröfur í huga sé varasamt að horfa eingöngu á verðið. Hann sagði að samkeppni milli innlendra netaverkstæða væri töluverð og vaxandi þar sem flotinn minnkaði heldur miðað við framboð á þjónustu. □ 84 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.