Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Síða 90

Ægir - 01.09.1996, Síða 90
DNG-Sjóvélar hf.: Tölvustýrð línukerfi og færavindur Línukerfi nú boðin í allar stærðir skipa - færavindur til makrílveiða og linukerfi til stærri línuskipa seld til Noregs og Japanir biðja um lausnir. DNG á Akureyri og Sjóvélar í Garða- bæ sameinuðust á síðasta ári. Forráða- menn fyrirtækisins kynntu nýlega þessi fyrirtæki á sjávarútvegssýningu í Þránd- heimi í Noregi. Þetta var í fyrsta skipti, sem hið sameinaða fyrirtæki kom þannig fram. „Við lögðum áherslu á hið sama í Noregi og við erum með á sýningunni í Reykjavík," sagði Matthías Einar Jónas- son, markaðsstjóri fyrirtækisins, í við- tali við Ægi. Nýjungum okkar á sviði línukerfa var mjög vel tekið í Noregi og höfum við þegar gengið frá sölum á þeim þar. Þetta kerfi er byggt á sama grunni og hafði verið unnið á hjá Sjó- vélum. Það hefur verið notað og þróað á minni bátum með góðum árangri. Nú bjóðum við það til notkunar í öllum skipum. Rekkakerfi það sem við erunr komnir með gerir það að verkum að línukerfið hentar nú ekki síður fyrir stóru línuskipin." Á sýningunni í Þrándheimi var kerfið kynnt með nýrri línu, sem framleidd er í Hampiðjunni. Þannig er bæði verið að koma á framfæri nýjungum á sviði vél- búnaðar og líka í tóginu, sem notað er í línuna sjálfa. „DNG-Sjóvélar hafa nú hafið kynn- ingu á sjöttu kynslóð færavinda. Þær förum við með á breiðari ntarkað held- ur en til þessa. Bæði eru nýju vindurnar ætlaðar til veiða á fleiri fisktegundum en áður, eins og markríl og smokki og öðrum tegundum sem ekki eru veiddar hér við land. Auk þess eru gerðar til- raunir með að nota nýju vindurnar á meira dýpi en áður. Það gæti nýst til dæmis út af suðurströnd landsins og auðvitað víðar," sagði Matthías enn- fremur. „Japanskir aðilar hafa leitað til okkar og óskað eftir lausnum við veiðar á makríl. Við eigum von á að eitthvað komi út úr því á næstunni. Færavindur til makrílveiða hafa verið seldar frá okk- ur til Noregs og hafa þar hlotið gott orð. Væntanlega hefur góður árangur DNG- Sjóvéla þar spurst út og meðal annars borist til Japan." En hversvegna var verið að sameina þessi tvö fyrirtæki? „Fram til þess tíma að sameiningin varð höfðu Sjóvélar einbeitt sér að línu- kerfum og DNG að færavindum. Eftir sameininguna keyrum við þetta saman. Ætlum að nýta það besta úr báðum kerfum og þá jafnframt að spara okkur tvíverknað við það sem þeim er sameig- inlegt. Rekstur verður áfram á báðum stöðum, á Akureyri og í Garðabæ. Til- gangur sameiningarinnar var líka sá að með því að hafa aðstöðu í Garðabæ, þá styrkjum við markaðsstöðu færavind- unnar á suðvesturhorninu." Um 20 manns starfa hjá DNG-Sjóvél- um en Matthías sagði að alþjóðleg sam- keppni væri mikil á sviði fyrirtækisins og þeir fjölmargir sem nú byðu fram lausnir til línu- og færaveiða. Úrvalið í boði væri mikið. „En við tökum því auðvitað eins og það er enda teljum við okkur standa vel að vígi. Mattliías Einar Jðnasson, inarkaðsstjóri hjá DNG-Sjóvélum hf. Hjá DNG-Sjóvélum er mikið að ger- ast og margt framundan. Hvernig til tekst mun ráðast af því hvernig okkur auðnast að nýta tækifærin. Við höfum ákveðið að einbeita okkur að þjónustu við sjávarútveginn og þar teljum við okkur besta." Matthías sagði okkur að lokum að margt benti til þess, að notkun línu- kerfa og færavinda mundi aukast í næstu framtíð. Til dæmis væru nú öll önnur veiðarfæri en krókar bönnuð við vesturströnd Norður-Ameríku. Allt frá syðsta hluta Mexíkó og norður með ströndum Kanada. Þarna hefði verið gífurleg ofveiði um áratugaskeið og þetta væri svarið við henni. Allir þekktu hrun fiskistofna við Nýfundna- land og þar væri talið víst að þegar ein- hverjar veiðar yrðu heimilaðar á ný yrðu krókaveiðarnar einar um hit- una. □ 90 ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.