Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1996, Page 96

Ægir - 01.09.1996, Page 96
Frigg: I samkeppni við stærstu framleiðendur í heimi Mikil sókn hjá sápuverksmiðjunni Frigg. Sápuverksmiðjan Frigg var stofnuð í Reykjavík árið 1929. Síðan þá hafa óneitanlega skipst á skin og skúrir hjá fyrirtækinu, en að undanförnu hefur verið mikil sókn hjá Frigg, sér í lagi eftir að Skeljungur hf. keypti fyrirtækið af Nathan & Oisen fyrr á þessu ári. Frigg er rekið sem hvert annað sjálfstætt fyrir- tæki, þó svo að Skeljungur eigi það. Ljóst er að bæði njóta þessi fyrir- tæki samstarfsins hvort við annað. Til að mynda reka þau nú sameig- inlega söludeild. Þó sér Nathan & Olsen áfram um að selja vöru Friggj- ar til smásöluverslana. Af samtölum við starfsfólk Friggjar er greini- legt að mikill hugur er í því í að ná árangri á því sviði sem starfsemi verksmiðjunnar liggur, þ.e. í hreinsiefnaiðnaði hverskonar. Eyþór H. Ólafsson er verksmiðjustjóri Friggjar, en Indriði Björnsson, efnafræð- ingur, er þróunar- og gæðastjóri fyrirtækisins. Segja má að framleiðsluvörur verk- smiðjunnar fari í tvo farvegi. Fyrst ber að nefna hreinsiefni fyrir hið hefðbundna heimili, sem flestir þekkja af eigin raun, svo sem þvottaefnið Maraþon, sem má segja að sé flaggskip verksmiðjunnar á hinum almenna markaði. Þar er Frigg að keppa, algjörlega með eigin formúlu, við stærstu þvottaefnisframleiðendur í heim- inum, og Indriði fullyrðir kinnroðalaust, og vitnar í óháðar rannsóknir máli sínu til stuðnings, að Maraþon sé fyllilega samkeppnishæft við bestu þvottaefni á markaðnum. Af öðrum vörum Friggjar til heimilisnota má nefna þvottaduftið Milt fyrir barnið, Fix hreingerningarlínuna, Þvol uppþvottaefnið, Dúx sápukremið, og heilsusápu og heilsusjampó. Hins vegar er um að ræða allskyns hreinsiefni fyrir iðn- að, til dæmis svokölluð IP-efni. Þau eru sérstaklega uppbyggð með þarfir mat- vælaiðnaðarins í huga, til notkunar í fiskvinnsluhúsum, kjötvinnslum, og í mjólkuriðnaðinum. Þau efni nefnast flest ákveðnum númerum, t.d. IP-22S, IP-456 og IP-457, svo fáein séu nefnd. Þá má nefna efni eins og Dúndur og F-537 sem margir þekkja úr sjávarútveginum. Öll framleiðsla verksmiðjunnar er framleidd á staðnum. Indriði lagði mikla áherslu á að allt sem færi frá Frigg, væri alíslensk framleiðsla, og að öllu leyti búið til af starfsfólki Friggjar. „Allar formúlur sem notast er við í framleiðslunni eru upprunnar hér á rannsóknarstofu fyrir- tækisins, og oft og tíðum með tilliti til séróska viðskiptavinarins, því vitanlega reynum við að mæta þörfum viðskipta- vina okkar hverju sinni, og ef þeir bera fram séróskir, um ákveðna eiginleika efn- is til að ráða við ákveðið vandamál, þá hlustum við vandlega, og reynum síðan að sjálfsögðu að uppfylla þær þarfir við- skiptavinarins." Indriði sagði því ljóst að framtíð fyrirtækis eins og Friggjar lægi að mörgu leyti á rannsóknarstofunni, og því sé ávallt unnið þar að endurbótum og vöruþróun. Eitt af því sem kemur óneitanlega upp í hugann þegar efnaiðnaður er annars vegar er umhverfisvernd. Indriði sagði starfsfólk Friggjar vera mjög meðvitað um nauðsyn umhverfisverndar og notk- un á vistvænum efnum. Því sé stefna fyr- irtækisins á þessu sviði nokkuð einföld. „Við setjum okkur það markmið að vera alltaf í takt við tímann hvað þessi mál varðar hverju sinni. í gegnum Samtök iðnaðarins fáum við stöðugt nýjar upp- lýsingar utan úr heimi um breytingar Indriði Bjömsson efnafrceðingur hjá Frigg■ sem verið er að gera, t.d. reglugerðar- breytingar innan EES, og þess háttar. Um leið og koma fram nýjar upplýsingar um skaðleg efni, bregðumst við við eins skjótt og hægt er. Breytum formúlum ef þörf krefur, og setjum þá inn efni sem eru viðurkennd sem umhverfisvæn. Sú vinna er stöðugt í gangi, því það er óhjá- kvæmilegur hluti af okkar vöruþróun að endurnýja stöðugt okkar vöru þannig að hún uppfylli ströngustu kröfur hverju sinni." Mörg verkefni eru í pípunum hjá Frigg- Líklega ber þar hæst fyrirhugaðan flutn- ing verksmiðjunnar nú í haust yfir í tvö ný hús við hliðina á núverandi húsnæði við Lyngásinn í Garðabæ. „Það verður mikill aðstöðumunur fyrir okkur" sagði Indriði, „húsnæðið verður stærra, hluti af búnaði verður endurnýjaður, blöndunar- og áfyllingaraðstaða verður bætt til muna, lagerpláss stækkar, og bróðurpart- urinn af lager Skeljungs í Skerjafirði verð- ur fluttur í annað húsið. Framleiðsla okk- ar fer síðan inn á þann lager, þannig að dreifingin verður væntanlega markvissari og skilvirkari. Bindum við miklar vonir við að þessi breyting verði okkur enn frekar hvatning og uppörvun til að gera ávallt betur." □ 96 ÆGIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.