Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1996, Síða 108

Ægir - 01.09.1996, Síða 108
Dímon ehf Djúpsjávarveiðar með línu út af Reykjaneshrygg Undanfarin þrjú ár höfum við verið að þróa línu, sem hentar til djúp- sjávarveiða. Þar eru einkum hafðar í huga þær aðstæður sem eru djúpt út af Reykjanesi þar sem dýpi er mjög mikið og botn harður. Veiðarfæratjón hefur verið mikið þarna á djúpslóðinni. Þarna er mikið um kóral, hraun og sterkir straumar. Til að verjast þessu höfum við hannað línu, sem er 11,5 mm flotlína. Fjórsleginn og sigurnaglar, sem koma í veg fyrir að línan flækist. Þessi lína er ekki lögð lárétt í botninn eins og hefðbundið hefur verið, heldur er hún lóðrétt. Neðst á henni er dreki og síðan lína þar frá og upp í það minnsta eina 100 faðma en þar er síðan flot. Síðan er færi frá flotinu og upp í bauju. Upphaflega var ætlunin í byrjun að þróa þessa nýju línu til að veiða búra, sem er rokkandi upp og niður í sjónum yfir mjög slæmum botni þar sem hann liggur gjarnan fast upp við lóðrétt bergið. Síðan var ákveðið að prófa þetta líka í karfanum út af Reykjaneshryggnum. Þær tilraunir skiluðu ljómandi góðum árangri. Þessar tilraunir hafa komið vel út eins og ég sagði. Það sem vinnst með þessu er í fyrsta lagi, að veiðarfæratjón verður sáralítið, í öðru lagi þá reynist krókanotk- un aðeins þriðjungur af því sem verið hefur. Ástæða þess er að nýja línan leggst ekki í botn og krókarnir haggast ekki af. Vinnan við línuna verður því mun minni en áður því endurnýjun króka verður sáralítil. Auk þess verður beitunotkun að- eins um það bil þriðjungur af því sem áður var, því verið er að vinna aðeins á um það bil 10 þúsund krókum á sólar- hring í stað 20 til 25 þúsund krókum áður. Uppstaða þess afla sem fengist hefur á nýju línuna er stór karfi (8-12 kg fiskar) og stór keila (7 kg), sem beitir sig á neðst alveg niður við botn. Auk þess hafa menn fengið töluvert af stórlúðu. Menn hafa verið að fá allt að 20 stórlúður á hverja sníkju. Kannski má draga þá ályktun af þessum veiðum, að fiskurinn sé ekki eins botnlægur og almennt hefur verið talið fram til þessa. Hafsvæðið, sem kemur til greina að stunda þessar djúpsjávarlínuveiðar á er allur hryggurinn út frá Reykjanesi og allt niður undir Azoreyjar. Þarna hafa línu- skipin verið að fá stórkarfa, sem í það minnsta sumir fiskifræðingar viija meina að sé annar stofn en sá smákarfi sem tog- arar hafa verið að fá í flottroll á Reykja- neshryggnum. Við köllum þessa nýju línu „sníkjulín- una". En það er gamalt heiti á hákarla- slóð. Þróun hennar hefur verið unnin í samvinnu Dímons ehf. og norska fyrir- tækisins A/S Fiskevegn. Eigandi norska fyrirtækisins er Bödvar Veterhus, mikill á- hugamaður um þróun línuveiða. Fyrir- tæki hans er stærsti línuframleiðandi í heimi. Einir sex norskir línubátar hafa verið á þessu svæði og gengið mjög vel. Þeir hafa verið að fylla sig á rúmlega fimm vikum og verið að koma í land með um 150 tonn af frystum afurðum. Aflaverðmætið hefur verið allt frá 22 og upp í 26 millj- ónir fyrir túrinn. Fjögur íslensk skip eru komin á svæðið. Vandi íslenskra skipa varðandi veiðar Bödvar Vederhus, forstjóri A/S Fiskvegn (tv) um borð í Jónínu Jóns frá Höfn í fyrstu til- raunaveiðiferðinni á Reykjaneshrygg. Með ■ honum á myndinni er Jóhann Bjarnason eigandi Lineteck í Noregi, sem vinnur m.a. þróun átaksmcelis fyrir línuveiðar. Hefur Bödvar liðsinnt Jóhanni við markaðssetn- ingu mœlisins í Argentínu og Noregi. á þessu svæði er sá að stjórnvöld hafa ekki heimilað íslenskum skipum veiðar. Þau telja að við höfum klárað okkar karfakvóta á þessu hafsvæði. íslendingar og Norðmenn skiptast á öllum upplýs- ingum og samvinnan á því sviði er til fyrirmyndar. Veiðiheimildir frá íslensk- um stjórnvöldum fengust hins vegar ekki til skamms tima en nú hafa skipin þó fengið heimildir til 15. október nk. Um þessar mundir er norskt línuskip að fara út til rannsókna og það mun fara yfir veiðisvæðið allt suður til Azoreyja. Niðurstöður þeirra rannsókna munu nýtast bæði íslenskum og norskum fisk- mönnum. □ 108 ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.