Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1996, Page 118

Ægir - 01.09.1996, Page 118
Netagerð Guðmundar Runólfssonar Fylgjast vel með nýjungum Grundarfjöröur á norðanverðu Snæfellsnesi telst meðal elstu verslun- arstaða á íslandi, og á sér um margt merka sögu. Þar var til að mynda kauphöfn á tímum einokunarinnar, enda er þar sérlega góð höfn frá náttúrunnar hendi. Það þarf því engan að undra að þar er sjávarút- vegurinn undirstöðuatvinnugreinin og útgerð er þar með blómlegra móti. Rótgróið fjölskyldufyrirtæki Netagerð Guðmundar Runólfssonar er orðið rótgróið fyrirtæki í Grundar- firði. Guðmundur Runólfsson hafði rek- ið útgerð í Grundarfirði frá árinu 1947, en stofnaði svo netagerðina í kringum útgerðina þegar togarinn Runólfur var keyptur til staðarins árið 1975. Neta- gerðin hefur allar götur síðan verið rekin af sömu fjölskyldunni með góðum ár- angri. Við tókum þá Hermund Pálsson netagerðarmeistara og Pál Guðmunds- son (Runólfssonar) verkstjóra tali til að forvitnast aðeins um netagerðina og starfsemi hennar: „Reksturinn felst almennt bæði í við- gerðum og uppsetningum á veiðarfær- um. Við erum með sjö 100-200 tonna báta og fjóra togara í föstum viðskipt- um, en auk Grundarfjarðar þjónustum við Stykkishólm. Fastir starfsmenn eru þrír til fjórir yfir árið, en auk þess erum við með lausafólk sem við fáum til liðs við okkur þegar mest er að gera. Við erum eina netaverkstæðið á staðnum, og því sinnum við líka viðgerðum fyrir aðkomubáta. Núna undanfarin ár höf- um við verið að víkka út þjónustusvæði okkar, meðal annars með því að sækja meira inn í Stykkishólm og erum ákveðnir í að halda því starfi áfram." Páll skýtur hér að í gamni, að Hermund- ur, sem er úr Stykkishólmi, sé einmitt leynivopn netagerðarinnar í þeirri mark- aðssókn. Hvernig er húsnæði netagerðarinnar? ,,Við erum hér í 600 fermetra hús- næði frá 1975, sem var byggt sérstaklega fyrir netagerðina á sínum tíma. Við erum ekki langt frá höfninni, en þar er mjög góð aðstaða til að taka á móti og gera við. Við erum hér með góðan lager, þar sem við erum meðal annars með mikið úrval af netum frá Hampiðjunni, allar gerðir af togvírum, lásum og keðj- um. Það skiptir okkur miklu máli að eiga þessa hluti til fyrir viðskiptavini okkar þegar þeir þurfa á þeim að halda." Páll Guðmundsson verkstjóri, Ingi Þór Guð- mundsson netamaður og Hermundur Páls- son netagerðarmeistari hjá Netagerð Guð- mundar. Hvað með tækjakost á verkstæðinu? „Jú, við erum mjög vel tækjum búnir. Við erum til dæmis með okkar eigin vírapressu, sem er notuð til að hólka víra, og svo grjóthopparapressu. Við fáum efnið í grjóthopparana að utan, en setjum þá saman sjálfir hér á staðnum." Fylgja þróuninni Er um einhverjar nýjungar að ræða í rekstrinum? „Við höfum fylgt þróuninni almennt í gegnum árin og reynt að vera alltaf með það nýjasta og besta. Þar á meðal þessi bacalaó-troll, sem eru mjög vinsæl í dag. Okkur hefur gengið vel að vinna þau, og viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir með þau. Þá erum við komnir út í að setja upp seiðaskiljur fyr- ir rækjutroll, sem hefur einnig gefist vel og mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum." En verða þeir félagar varir við árstíða- sveiflur í netagerðinni? „Já, þetta er svolítið sveiflukennt hjá okkur. Það er til dæmis mikið að gera hjá okkur fyrir rækjuvertíðina á vorin. Það er svona mest um að vera þá. Þá erum við bæði að yfirfara veiðarfæri og setja upp ný rækjutroll. Nánast allir bát- arnir sem hér eru í viðskiptum eru rækjubátar. Yfir sumartímann höfum við svo haft mikið að gera í því að fara yfir flottroll. Þetta hefur aukist mikið núna í sumar og í fyrra og hefur gengið vel. Við eigum vafalaust eftir að halda því áfram. Hér er mjög góð hafnaraðstaða til að vinna þetta allt saman. Má nefna að hér hafa verið allt upp í sex togarar í höfn í einu, og mikið að gera hjá okkur í sam- bandi við það, án þess að nokkur vand- ræði hafi skapast." Framtíðin björt Netagerð Guðmundar Runólfssonar hefur verið starfandi í 21 ár en að sögn Hermundar og Páls hefur fyrirtækið ver- ið í miklum vexti undanfarin tvö ár. Það er því óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá fyrirtækinu. Stafsmannafjöldi hefur haldist hinn sami í gegnum árin, en á álagspunktum er bætt við mönnum eftir þörfum. Þeir félagar segja fyrirtækið leggja áherslu fyrst og fremst á að sinna verk- efnum sínum fljótt og vel, að fylgjast vel með nýjungum í greininni og almennt að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu. □ 118 ÆGIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.