Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 128
Samskip
Höfum birgða- og dreifimið-
stöð við dyr markaðarins
„Áherslur í veiðum og vinnslu hafa breyst talsvert á undanförnum
árum vegna minnkandi kvóta og það hefur knúið íslenska útgerð og
vinnslu til að hagræða, leita á ný mið og nýja markaði, auk þess að
nálgast eldri markaði á nýjan hátt. Með minnkandi kvóta hefur sókn
frystiskipa á mið utan lögsögu íslands aukist verulega. Landvinnslan
hefur aukið áherslu á uppsjávarfiska eins og loðnu og síld, auk þess
sem framleiðendur hafa snúið sér í auknum mæli að fullvinnslu í stað
frumvinnslu. Vegna þessa alls höfum við á undanförnum árum fundið
fyrir aukinni þörf fyrir að vera með það sem við köllum birgða- og
dreifimiðstöð við dyr markaðarins," segir Róbert Wessmann, deildar-
stjóri útflutningsdeildar Samskipa.
Róbert Wessmann deildarstjóri
útflutningsdeildar Samskipa.
Róbert segir áherslubreytingarnar
kalla á nýjar þarfir og meiri kröfur um
hagræðingu í heildarferlinu frá veiðum
og vinnslu til kaupenda á erlendum
mörkuðum. Með því að söluaðilar
fiskafurða sæki í auknum mæli lengra
inn á erlenda markaði muni þær kröfur
breytast sem gerðar séu til þeirra flutn-
ingsaðila sem sjái um söfnun, flutning
og dreifingu vöru.
„Annars vegar eru framleiðendur að
breyta vinnsluaðferðum og fullvinna
vöruna í auknum mæli. Þeir sækja með
hana inn á markað í Evrópu, nær smá-
sölunni í leit að hærra verði og fækka
milliliðum. Smásalinn gerir kröfu um
að fá vöruna afhenta í smáum eining-
um með skömmum fyrirvara til að
koma í veg fyrir kostnað samfara
birgðahaldi. Hins vegar erum við að tala
um framleiðslu á miklu magni á
skömmum tíma, eins og loðnu og síld,
þar sem framboð og eftirspurn eftir
vöru fer ekki saman. Þessar ólíku þarfir
höfum við leyst með því að vera með
birgða- og dreifimiðstöð í áætlunar-
höfnum Samskipa erlendis, aðallega í
Rotterdam og Bremerhaven."
Kostir þess að vera með birgða- og
dreifimiðstöð við dyr markaðarins eru
ótvíræðir að sögn Róberts. í fyrsta lagi
segir hann geymslurnar hagkvæmari 1
Rotterdam og Bremerhaven en á Is-
landi, sem og á helstu ákvörðunarstöð-
um í Evrópu, Asíu og Ameríku. Hann
segir flutningskostnað vera lægri á hvert
kíló með því að flytja vöru í fullurn
gámum í geymslu erlendis, þar sem
vöru sé dreift eftir eftirspurn, í stað þess
að flytja smáar sendingar út af lager frá
íslandi til kaupanda. Róbert segir að af-
hendingartími úr geymslu til helstu
ákvörðunarstaða í Evrópu sé stuttur, alla
jafna 12-24 klukkustundir.
Auk þessa er boðið upp á þjónustu til
flestra annarra ákvörðunarstaða en í
Evrópu, svo sem Asíu og Ameríku. Ró-
bert segir að góð þjónusta sé í boði enda
um þjónustuaðila að ræða sem sérhæfi
sig í geymslu á frystum afurðum-
Geymslurými sé auk þess meira en
þekkist, m.a. á íslandi.
,,í framtíðinni mun áhersla verða
lögð á loðnu- og síldarfrystingu. Loðn-
an mun sennilega í enn ríkari mæli
fara í dreifingu frá Rotterdam til end-
anlegs kaupanda og þá inn á nýja
markaði eins og Kína. Japanskir kaup-
endur geta þá geymt vöruna í Rotter-
dam á hagkvæmari hátt en áður og
dreift henni þaðan á heimamarkað eða
inn á nýja markaði," segir Róbert
Wessman, deildarstjóri útfiutnings-
deildar Samskipa. Hann bætir við að á
síðustu tólf mánuðum hafi Samskip
verið með rúm 15 þúsund tonn á sín-
um vegum í geymslu erlendis og að
það magn eigi sennilega eftir að aukast
þegar fram líði stundir. □
128 ÆGIR