Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 128

Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 128
Samskip Höfum birgða- og dreifimið- stöð við dyr markaðarins „Áherslur í veiðum og vinnslu hafa breyst talsvert á undanförnum árum vegna minnkandi kvóta og það hefur knúið íslenska útgerð og vinnslu til að hagræða, leita á ný mið og nýja markaði, auk þess að nálgast eldri markaði á nýjan hátt. Með minnkandi kvóta hefur sókn frystiskipa á mið utan lögsögu íslands aukist verulega. Landvinnslan hefur aukið áherslu á uppsjávarfiska eins og loðnu og síld, auk þess sem framleiðendur hafa snúið sér í auknum mæli að fullvinnslu í stað frumvinnslu. Vegna þessa alls höfum við á undanförnum árum fundið fyrir aukinni þörf fyrir að vera með það sem við köllum birgða- og dreifimiðstöð við dyr markaðarins," segir Róbert Wessmann, deildar- stjóri útflutningsdeildar Samskipa. Róbert Wessmann deildarstjóri útflutningsdeildar Samskipa. Róbert segir áherslubreytingarnar kalla á nýjar þarfir og meiri kröfur um hagræðingu í heildarferlinu frá veiðum og vinnslu til kaupenda á erlendum mörkuðum. Með því að söluaðilar fiskafurða sæki í auknum mæli lengra inn á erlenda markaði muni þær kröfur breytast sem gerðar séu til þeirra flutn- ingsaðila sem sjái um söfnun, flutning og dreifingu vöru. „Annars vegar eru framleiðendur að breyta vinnsluaðferðum og fullvinna vöruna í auknum mæli. Þeir sækja með hana inn á markað í Evrópu, nær smá- sölunni í leit að hærra verði og fækka milliliðum. Smásalinn gerir kröfu um að fá vöruna afhenta í smáum eining- um með skömmum fyrirvara til að koma í veg fyrir kostnað samfara birgðahaldi. Hins vegar erum við að tala um framleiðslu á miklu magni á skömmum tíma, eins og loðnu og síld, þar sem framboð og eftirspurn eftir vöru fer ekki saman. Þessar ólíku þarfir höfum við leyst með því að vera með birgða- og dreifimiðstöð í áætlunar- höfnum Samskipa erlendis, aðallega í Rotterdam og Bremerhaven." Kostir þess að vera með birgða- og dreifimiðstöð við dyr markaðarins eru ótvíræðir að sögn Róberts. í fyrsta lagi segir hann geymslurnar hagkvæmari 1 Rotterdam og Bremerhaven en á Is- landi, sem og á helstu ákvörðunarstöð- um í Evrópu, Asíu og Ameríku. Hann segir flutningskostnað vera lægri á hvert kíló með því að flytja vöru í fullurn gámum í geymslu erlendis, þar sem vöru sé dreift eftir eftirspurn, í stað þess að flytja smáar sendingar út af lager frá íslandi til kaupanda. Róbert segir að af- hendingartími úr geymslu til helstu ákvörðunarstaða í Evrópu sé stuttur, alla jafna 12-24 klukkustundir. Auk þessa er boðið upp á þjónustu til flestra annarra ákvörðunarstaða en í Evrópu, svo sem Asíu og Ameríku. Ró- bert segir að góð þjónusta sé í boði enda um þjónustuaðila að ræða sem sérhæfi sig í geymslu á frystum afurðum- Geymslurými sé auk þess meira en þekkist, m.a. á íslandi. ,,í framtíðinni mun áhersla verða lögð á loðnu- og síldarfrystingu. Loðn- an mun sennilega í enn ríkari mæli fara í dreifingu frá Rotterdam til end- anlegs kaupanda og þá inn á nýja markaði eins og Kína. Japanskir kaup- endur geta þá geymt vöruna í Rotter- dam á hagkvæmari hátt en áður og dreift henni þaðan á heimamarkað eða inn á nýja markaði," segir Róbert Wessman, deildarstjóri útfiutnings- deildar Samskipa. Hann bætir við að á síðustu tólf mánuðum hafi Samskip verið með rúm 15 þúsund tonn á sín- um vegum í geymslu erlendis og að það magn eigi sennilega eftir að aukast þegar fram líði stundir. □ 128 ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.