Ægir - 01.09.1996, Síða 142
Micró, ryðfrí smíði:
Knáir og smáir
„Frá því við hófum starfsemi fyrirtækisins í mars síðastliðnum hefur
gengið alveg gríðarlega vel. Það má segja að við höfum haft meira en
nóg að gera og höfum ekki misst úr einn einasta klukkutíma frá upp-
hafi," sagði Steinn Á. Ásgeirsson í samtali við Ægi en hann er annar
tveggja eigenda og starfsmanna Micró. Hinn eigandinn er Sveinn Sig-
urðsson en þeir félagar eru báðir vélvirkjar og hafa að baki starfs-
reynslu í tæpan áratug í ýmsum vélsmiðjum og blikksmiðjum.
Micró sérhæfir sig í ryðfrírri smíði og
rækjan í vörumerki fyrirtækisins vísar til
þess að langflest verkefni þeirra fram til
þessa hafa tengst rækjuiðnaði, sérstak-
lega rækjuskipum.
„Við smíðuðum alla vinnslulínuna í
Svalbarða SI eftir okkar eigin teikningu
og það gekk afar vel. Við smíðuðum
hluta af vinnslulínum í Stakfellið á
Þórshöfn og þeir togarar sem við þjón-
ustum eru m.a. Hersir ÁR, Gissur ÁR,
Siglfirðingur SI, Siglir SI, Svalbarði SI,
Helga RE og Stakfell ÞH."
Við gerum tilboð í stór sem smá verk
ef óskað er, við getum tekið hluta af
verkum og smíðað hluta af línum, ein-
stök færibönd eða heilar vinnslulínur.
Aðalatriðið er að við vinnum aðeins í
ryðfríu stáli og engu öðru. Það að vinna
í ryðfríu stáli krefst ákveðinnar sérþekk-
ingar og reynslu sem við teljum okkur
hafa í ríkum mæli og svo hentar það
ekki að blanda slíkri smíði saman við al-
menna járnsmíði af tæknilegum ástæð-
félagar í Micró, Steinn og Sveinn sér ör-
stutt hlé frá starfi sínu um borð í Helgu
RE en eins og flestir vita er það nýjasti
og glæsilegasti rækjutogari íslendinga-
Sumir segja best búna og glæsilegasta
fiskiskip í heimi.
„Við erum að smíða og setja upp
færibönd og rennur sem vantaði upp á-
Þetta þarf að gerast hratt því skipið er
að fara á veiðar.
Við leggjum metnað okkar í að veita
hraða og örugga þjónustu og skila vand-
aðri vinnu."
Sveinn sagði að yfirleitt væri verk-
efnaskrá þeirra félaga bókuð um það bil
viku til tíu daga fram í tímann.
„Við getum verið sveigjanlegir vegna
þess að við emm fáir og engin yfirbygg-
ing. Menn tala bara beint við okkur og
það virðist þeim líka vel. Svo leggjum
við áherslu á að gera hlutina vel og það
hefur aldrei komið kvörtun og aldrei
neitt bilað sem við höfum gert. Aðalat-
riðið er að ekkert bili úti á sjó því það er
dýrt að stoppa. Við sjáum um viðhald á
flestum skipum sem við höfum unnið
í," sagði Sveinn.
Þó fyrirtækið sé svo smátt sem raun
ber vitni eru horfur á að starfsmönnurn
fjölgi fljótlega þar sem Steinn segir að
stefnt sé að því að bæta við smiðum.
„Eftirspurnin eftir ryðfrírri smíði
virðist fara hratt vaxandi. Auknar kröfur
í matvælavinnslu og sjávarútvegi gera
þetta að verkum því ryðfrítt stál er há-
gæðaefni sem hentar betur en annað í
matvælavinnslu. Það er mun dýrara en
hefðbundið efni en gæðin eru miklu
meiri. Þetta á bæði við um vinnsluskip
og fiskvinnslufyrirtæki og matvælafyr-
irtæki í landi. Við höfum reyndar nær
eingöngu unnið fyrir sjávarútveginn,
aðallega um borð í skipum en við höf-
um gripið í annað t.d. smíðuðum við
færibönd og fleira fyrir kexverksmiðju
sem er verið að setja upp norður á Ak-
ureyri. Sérhæfing okkar felst í smíði og
uppsetningu á vinnslulínum í matvæla-
iðnaði til sjós og lands."
Micró verður óbeinn þátttakandi í
sjávarútvegssýningunni með þeim
hætti að færiband úr ryðfríu stáli sem
verður í bás Tæknivals er smíðað af
Micró og verður merkt þeim. □
Þegar þetta samtal fer fram taka þeir
Steinn A. Asgeirsson
og Sveinn Sigurðarsson
eigendur Vélsmiðjunn-
ar Micro.
142 ÆGIR