Ægir - 01.09.1996, Side 148
Garðar Sigurðsson
Stýrisvélar og trefjahurðir í ship
Garðar Sigurðsson starfrækir vélsmiðju undir eigin nafni í Stapa-
hrauni í Hafnarfirði og þar hefur hann um árabil sinnt þjónustu við
flotann, einkum er varðar viðhald og viðgerðir á stýrisvélum. Þar eru
einnig smíðaðar hurðir í skip sem nú er ætlunin að markaðssetja er-
lendis.
Garðar segist vera með umboð fyrir
stýrisvélar frá danska fyrirtækinu Scan
Steering sem framleiðir slíkar vélar í
smærri og stærri skip. Reyndar eru það
ekki eingöngu vélarnar sem fyrirtækið
framleiðir heldur einnig sjálfstýringar,
kompásar, gírókompásar og ýmis önnur
einnig stýri og stýrisstamma fyrir skip,
til dæmis smíðuðum við þessa hluti fyr-
ir nýja Lóðsinn í Vestmannaeyjum sem
er öflugasti dráttarbátur landsins. Þá
smíðum við einnig dælusett og dælu-
kerfi fyrir vökvakerfi stýrisvéla og spil-
kerfa," segir Garðar.
og breytingum á stýrisvélum að undan-
förnu. „Það er mikið um lengingar á
skipum og þá þarf yfirleitt að fá aflmeiri
stýrisvélar og stærri stýri. Þetta vill
stundum gleymast en þá komum við til
skjalanna og gerum tilboð í allar breyt-
ingar sem varða stýrisbúnað skipa," seg-
ir Garðar og kvartar í leiðinni yfir því að
það skorti dálítið á að sinnt sé fyrir-
byggjandi viðhaldi á togurum og öðr-
um stærri skipum. „Það þarf að sinna
viðhaldinu reglulega því það er dýrt að
þurfa að sigla í land af fjarlægum mið-
Garðar Sigurðsson
framkvxmdastjóri
Vélsmiðju Garðars
Sigurðssonar.
tæki sem tengjast stýrisútbúnaði skipa.
Fullkomnustu sjálfstýringarnar eru bún-
ar tölvu sem tengir stýringuna við
„plotter", ratsjá og GPS-tæki.
Að auki selur hann sjálfstýringar frá
ComNav og stýrisvélar frá Tenfjord,
Emil Bolsvík og Frydenbo sem og vara-
hluti í eldri vélar.
Þjónusta við allan flotann
Garðar þjónustar vélar frá öllum
helstu stýrisvélaframleiðendum og er
þess vegna með stærstan hluta íslenska
flotans í viðskiptum. „Við smíðum
Hann bætir því við að töluverðar
breytingar hafi orðið á stýrisvélum á
síðasta áratug þegar tjakkavélar leystu
gömlu hringvélarnar af hólmi. „Tjakka-
vélarnar eru mun léttari í meðförum og
ódýrari í framleiðslu. Það er hægt að
skipta um tjakkana ef þeir bila, en í
gömlu vélunum þurfti að losa þær og
lyfta þeim upp til að komast að til að
gera við. Og þetta vom engin smásmíði,
iðulega um hálft tonn að þyngd og fest-
ar niður með tugum bolta, en þær eru
sem betur fer að hverfa."
Það hefur verið nóg að gera í viðhaldi
Trefjahuröir í þriðja hverju skipi
Á undanförnum fimmtán ámm hef-
ur Garðar einnig smíðað hurðir í skip í
samvinnu við annað hafnfirskt fyrir-
tæki, Trefjar hf. Eins og nafnið bendir
til eru þessar hurðir úr trefjaplasti, en
Garðar smíðar á þær karma, læsingar,
lamir, glugga og annað sem til þarf.
„Þessar hurðir eru viðurkenndar af
Siglingamálastofnun og gera alveg sama
gagn og járnhurðir hvað varðar styrk-
leika. Þær eru hins vegar léttari í með-
förum og ódýrari, það kostar meira að
gera upp járnhurð en að kaupa nýja
trefjahurð.
Við smíðum hurðir á stýrishús með
glugga og skrám og einnig hurðir á
millidekk. Þá höfum við smíðað eld-
varnarhurðir úr stáli milli vélarrúms og
íbúða.
Trefjahurðirnar eru nú komnar um
borð í þriðja hvert skip í íslenska flotan-
um og hafa mælst vel fyrir. Við erum
því að láta kanna fyrir okkur hvort ekki
er grundvöllur fyrir því að selja þessar
hurðir til útlanda og lítum þá einkuffl
til Norðurlandanna og Spánar. Við vit-
um nefnilega að við erum fyllilega
samkeppnisfærir hvað varðar gæði og
verð á hurðunum," segir Garðar Sig-
urðsson. □
148 ÆGIR