Ægir - 01.09.1996, Page 154
Kværner:
Alsiálfvirkt plötufrystikerfi
um borð í Venus
„Starfsemi Kværner á íslandi beinist um þessar mundir einkum að
kæli- og frystikerfum um borð í fiskiskipum og einnig að sjálfsögðu í
frystihúsunum í landi. Um er að ræða sölu tækja og ýmiskonar þjón-
ustu vegna þeirra, svo sem ráðgjöf, varahlutir og ný tæki,“ sagði Guð-
mundur J. Matthíasson, framkvæmdastjóri Kværner hér á landi. „Við-
skiptavinir okkar eru um allt land og fiskiskipaflotinn er mikill vett-
vangur starfsemi okkar. Sérfræðingar okkar koma því víða við og eru
mikið á ferðalögum við ýmiskonar þjónustu vegna nýsmíða, ráðgjafar
og viðhalds.
Sérsvið okkar er allur vélbúnaður til
að frysta þá vöru sem viðskiptavinurinn
er að vinna og þá í því formi sem hann
óskar. Allt frá hefðbundinni plötufryst-
ingu til ýmisskonar lausfrystingar. Við
sjáum um vélar og tæki, uppsetningu
þeirra, tengingar og annað slíkt og síð-
an alla þjónustu eins og áður sagði.
í byrjun ársins setti Kværner niður
nýjan búnað um borð í frystitogaranum
Venusi frá Hafnarfirði. Um er að ræða
alsjálfvirkt plötufrystikerfi hið fyrsta
sem sett er um borð í skip. Hefur þetta
síðan verið reynt og prófað um borð í
samvinnu sérfræðinga okkar og áhafn-
arinnar á Venusi.
Nýja kerfið losar okkur alveg við þá
erfiðu vinnu, sem er við að bera pönnur
úr og í frystitækin og slá úr pönnunum.
Allt þetta gengur nú sjálfvirkt fyrir sig.
Erfiðið sem fylgir vinnu manna við
frystikerfin um borð í skipunum tilheyr-
ir þá vonandi brátt fortíðinni. Við bind-
um miklar vonir við að þetta verði
framtíðin um borð í nýjum skipum og
jafnvel hinum eldri líka. Á þennan hátt
er unnt að minnka mannafla við sjálfa
frystinguna en auka hann þá heldur við
sjálfa vinnsluna og þannig auka af-
köstin. En í frystingunni aukast þau að
sjálfsögðu einnig með sjálfvirkninni.
Við teljum tvímælalaust að framleiðsl-
an batni með tilkomu hennar. Hún
verður jafnbetri og með þeirri tölvu-
tækni er hægt að fylgjast með mikil-
vægum atriðum eins og frystingartíma
og vinnsluferli í gegnum fyrstingunni.
Frystitími á hverri einstakri „stöð" í
kerfinu er mældur og skráður. Þessar
upplýsingar liggja síðan fyrir og hægt er
að skoða þær og gera kaupanda afurð-
anna grein fyrir þeim.
Fram til þessa höfum við hjá Kværn-
er farið okkur hægt við að halda þessu
alsjálfvirka plötufrystikerfi frammi. Við
höfum einbeitt okkur að því að leysa
ýmisskonar barnasjúkdóma, sem fylgja
nýjungum og komið hafa í ljós um borð
í Venusi. Spurningar hvort ýmsir
skynjarar þoli álagið nægilega lengi og
fleira af því taginu eru nú að koma í
ljós. Sama gildir um ýmsar festingar,
hvort gæði þeirra séu næg, hvort betra
sé að þær séu úr ryðfríu efni eða ekki
o.s.frv. Þessi atriði eru nú að koma í ljós
eftir notkun kerfisins frá því í febrúar.
Hvort sjálfvirknin og grunnhugmyndin
virkaði hefur aldrei verið nein spurn-
ing," sagði Guðmundur J. Matthíasson.
Við höfðum samband við Kristján
Loftsson, útgerðarmann Venusar og
spurðum hann um reynsluna af nýja
Guðmundur J. Matthíasson framkvœmda-
stjóri Kvœmer.
sjálfvirka kerfinu um borð í togaranum.
„Reynslan hefur sýnt, að úti á sjó þá
verða mun fleiri hlutir að vera ryðfríir
en samskonar hlutir í landi," sagði
Kristján. „Við teljum að búið sé að
komast fyrir ýmsan byrjunarvanda og
vitum þá að þetta nýja kerfi mun gagn-
ast okkur vel."
Kværner er fyrirtækjasamsteypa, sem
starfar víða um heim. Höfuðstöðvar
þess eru í Noregi. Starfsemin er mjög
víðtæk á sviði allskonar framleiðslu og
framkvæmda. Skipasmíðastöðvar í
Finnlandi í eigu Kværner hafa til dæmis
verið umsvifamiklar í smíði stórra
skemmtiferðaskipa. Kværner fyrirtæki
eru leiðandi í tækjum og mannvirkjum
til olíu- og gasvinnslu. Kværner kemur
við sögu í pappírs- og trjávöruiðnaðin-
um. Svona mætti lengi telja. Á íslandi
starfa 10 manns fyrir Kværner. Auk þess
sem áður hefur verið nefnt hefur fyrir-
tækið komið mjög mikið við sögu í
fiskimjölsiðnaðinum. Seldir hafa verið
margir loftþurrkarar ætlaðir til að fram-
leiða hágæðamjöl í íslenskar fiskimjöls-
verksmiðjur. □
154 ÆGIR