Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 9

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 9
Fjarskipti í sjávarútvegi SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Stefán Amdal, stöðvarstjórí Fjarskiptastöðvariimar í Gufunesi, segir strandarstöðvarnar hafa þjónustað yfir 80 þúsund símtöl sjómanna á síðastliðnu ári. Mynd: Haukur Snonason þar er búnaður allur sá fullkomnasti til fjarskiptaþjónustu en stærsti liður í þjónustu stöðvarinnar er við milli- landaflugið, en Stefán segir öryggis- þáttinn í þjónustunni við skipaflotann mjög mikilvægan. Fjarskiptastöðvarnar út um landið eru sex talsins, þ.e. Reykjavíkurradíó, Vestmannaeyjaradíó, Siglufjarðarrad- íó, Ísafjarðarradíó, Nesradíó á Nes- kaupstað og Hornafjarðarradíó. Nýver- ið hefur verið komið á fjarstýringu stöðvarinnar í Gufunesi á Nesradíói og Hornafjarðarradíói og Siglufjarðarrad- íó hefur um nokkurt skeið fjarstýrt stöðinni á ísafirði á næturnar og um helgar, en mun fjarstýra henni allan sólarhringinn frá 1. september nk. Þessar breytingar segir Stefán Arndal að miði að því að ná fram hagvæmari rekstri strandarstöðvanna. „Þjónusta strandarstöðvanna við skipaflotann er jöfnum höndum ör- yggisfjarskipti og skeyta- og símtala- þjónusta fyrir sjómenn, aðstandendur þeirra og útgerðirnar. Hvað varðar ör- yggisþáttinn þá tökum við m.a. við skyldutilkynningum skipanna og komum þeim til Tilkynningaskyld- unnar, en einnig sinnum við neyðar- og háskafjarskiptum. Neyðartilvik voru t.d. 415 á sl. ári, beiðnir um læknisaðstoð 51 og aðrar aðstoðarbeiðnir 231. Útsending veðurspáa og ýmissa viðvarana, á tali og með Navtex, er einnig þáttur í ör- yggisþjónustunni. En nú er í farvatninu nýtt sjálfvirkt til- kynningakerfi og væntanlega kemst það í notkun að hluta til nú á vetrarmánuðum. Tölvubúnaður- inn vegna kerfisins mun verða hér í Gufunesi og í umsjá Landssímans hf, en stjórnstöðin og eftirlitið mun verða áfram hjá Slysavarnafélagi íslands. Landssíminn mun einnig sjá um upp- setningu og rekstur metrabylgjustöðva vegna sjálfvirku tilkynningaskyldunn- ar, en þær verða tengdar hingað," seg- ir Stefán. Á sl. ári fóru um strandarstöðvarnar 315 þúsund skyldutilkynningar, og voru 60% þeirra afgreidd um Gufunes. Yfir 80 þúsund símtöl og skeyti voru afgreidd, og annaðist Gufunes 70% þeirra. Gufunesstöðin vel búin tækjum Gufunesstöðin er sú eina strandar- stöðvanna sem er með stuttbylgju og morse-kerfi og sú stöð sem best er búin tækjum. „Stuttbylgjan nýtist vel þeim skipum sem eru í Smugunni, á Flæmska hattinum, djúpt á Reykjanes- hrygg og við Grænland og hún er töluvert mikið notuð af skipum á þess- um svæðum. Einnig nýtist hún vel skipum í millilandasiglingum. Yfirleitt er sambandið gott, en það getur verið breytilegt eftir fjarlægð í skip og einnig eftir því hvort talað er á nóttu eða degi," segir Stefán. Síðustu árin hefur notkun talstöðvarsambands far- ið minnkandi og þar segir Stefán að tvennt komi til. Annars vegar það at- riði að störf loftskeytamanna hurfu úr flotanum fyrir all mörgum árum og hins vegar er tilkoma farsíma- og gervihnattakerfa. „Síðastnefnda atriðið er samt ekki farið að breyta miklu enn sem komið er. í fyrsta lagi eru gervihnattasím- ar dýrir í innkaupum og í fáum skipum, auk þess sem samtölin með þeim eru dýr. Á næstu árum mun gervihnattakerfum fjölga og það hlýtur að boða aukna notkun og þar með lækk- andi verð bæði á tækjum og þjónustu," segir Stefán. Hagstæður verðsamanburöur Aðspurður um gjöld fyrir þjónustu strandarstöðvanna segist Stefán telja þau hagstæð, ef borið sé saman við önnur lönd. Á metrabylgju (VHF) kostar þriggja mínútna samtal 90 krónur og hver mínúta eftir það 30 krónur. Á millibylgju er þriggja mín- útna gjaldið 111 krónur og hver mín- „Á sl. ári fóru um strandarstöðv- arnar 315 þúsund skyldutilkynn- ingar og voru 60% þeina af- greiddar um Gufunes." ÁGIR 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.