Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Síða 10

Ægir - 01.08.1998, Síða 10
FJarskipti f sjávarútvegi Starfsmenn viö vinnu sína í Gufunesstöðinni. Til þessara starfa er reynt að fá fólk sem reynslu hefur af sjómennsku og þekkir þannig gildi góðrar fjarskiptaþjónustu fyrir sjómentl. Mynd: Haukur Snorrason úta eftir það kostar 37 krónur. Loks er gjald fyrir stuttbylgjusamtal, en þriggja mínútna samtal á henni kostar 153 krónur og hver mínúta umfram þann tíma kostar 51 krónu. Þessi verð eru öll án virðisaukaskatts, en Stefán segir að í öllum samanburði við önnur lönd hafi þjónustan reynst mun ódýr- ari hér. „Munurinn er verulegur enda hefur þessi þjónusta hér á landi aldrei staðið undir sér. Ástæðan er sú, að í umræðu um gjaldskrána þá hefur það alltaf verið ósk fjarskiptayfirvalda, fyrst og fremst samgönguráðuneytis, að tekið væri tillit til þess að notendur þjónustunnar eru fyrst og fremst sjó- menn og útgerðir. Gjaldskrárhækkanir hafa þess vegna ekki orðið í samræmi við aðrar verðhækkanir í þjóðfélaginu og það þýðir að þjónustan er hlutfalls- lega ódýrari en var fyrir nokkrum 10 AGIR ------------------------ árum," segir Stefán og bætir við að umræða sé um hækkun gjaldskrár, sem lið í því að ná jafnvægi í rekstri þessarar þjónustu. „Það er líka mikil umræða um þá spurningu hvort fyrir- tæki eins og Landssíminn hf. eigi að bera kostnað af öryggisþjónustu. Sú spurning er uppi hvort ekki sé eðlilegt að ríkið eða útgerðir greiði þennan kostnað, enda er það víða erlendis svo að ríkið greiðir fyrir öryggisþjónustu." Þjónustað út fyrir landsteinana Stefán segir Gufunesstöðina veita t.d. Færeyingum, Grænlendingum og Norðmönnum fjarskiptaþjónustu og algengt er að leitað sé erlendis frá eftir þjónustu. Til að mynda er ekki langt síðan að aðili í Namibíu óskaði eftir aðstoð Gufunesstöðvarinnar til að ná sambandi við skip undan ströndum Namibíu, sem gekk mjög vel, en þá hafði enginn árangur orðið af þjón- ustu þarlendra strandarstöðva. En er það framtíðarsýn Stefáns að sam- keppnin muni harðna á þessu sviði með tilkomu aukinnar gervihnatta- tækni, tölvutenginga og annars bún- aðar sem snýr að fjarskiptum. „Já, það er viðbúið að þessar breyt- ingar beri okkur ofurliði. Gervihnatta- búnaðurinn verður ódýrari og þar af leiðandi verður hægt að bjóða ódýrari samtöl. Gervihnattafyrirtækjunum mun líka fjölga og samkeppni verður þeirra í milli, sem aftur mun leiða til verðlækkana á þjónustunni. Ásóknin verður líka af eðlilegum ástæðum í sjálfvirkt samband þar sem það er þægilegra og fólk er í meira öryggi með sín samtöl gangvart hlerun," seg- ir Stefán. Fyrrum sjómenn í þjónustunni Afgreiðsluborð í Gufunesstöðinni eru mörg og hvert borð getur afgreitt mörg samtöl samtímis. Þar af leiðandi er hægt að þjónusta marga notendur samtímis. Þetta segir Stefán skila því að biðtími sé mjög stuttur og í meiri- hluta tilfella segir hann hægt að af- greiða skip strax og það óskar þjón- ustu. „Við lítum líka til þess að í dag eru gerðar mun meiri kröfur um hraða þjónustu á þessu sviði en var á árum áður. Þessum kröfum mætum við eins og frekast er kostur. Að mínu mati er skipaþjónusta okkar mikils virði fyrir sjófarendur, bæði þá sem nota okkur til að tengjast símleiðis í land og líka vegna öryggisþjónustunnar. Margt af starfsfólki okkar í strandarstöðvaþjón- ustunni hefur starfað til sjós og þekkir gildi góðrar fjarskiptaþjónustu og allir leggja sig fram um að veita sem besta þjónustu," segir Stefán. Við skipafjarskiptin starfa nú rúm- lega 20 manns í Gufunesi, en 40 við flugfjarskiptin. í Vestmannaeyjum eru fimm starfsmenn við skipafjarskipti og fjórir á Siglufirði.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.