Ægir - 01.08.1998, Side 21
Fjarskipti í sjávarútvegi
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Radíómiðun býður útskrift fyrir hvem og einn kaupanda GMDSS-f]arskiptabúnaðar þar
sem sett er upp hagstœðasta tillaga að búnaði í liverju skipi. Mynd: Haukur Snonason
ættu menn að skoða hér í flotanum.
Hér er um að ræða sambyggt tæki og
einfaldara en áður en um leið miklu
ódýrara," segir Kristján en þeirri
spurningu hvaða kostnaði útgerðir
standi frammi fyrir þegar kaupa skal
GMDSS búnað, og uppfylla þannig al-
þjóðalög, segir Kristján ekki hægt að
svara á einfaldan hátt.
„Kostnaðurinn ræðst af mörgum
þáttum, til að mynda því á hvaða haf-
svæði viðkomandi skip kemur til með
að verða, hvaða búnaður er fyrir í
skipinu og þannig mætti áfram telja.
Við hjá Radíómiðun ákváðum að
hanna tölvuforrit sem gerir okkur
kleift að slá inn öllum þessum upplýs-
ingum um viðskiptavininn og að því
loknu kemur forritið með tillögu að
hagkvæmust lausninni fyrir hvern og
einn. Þetta tel ég vera mjög þýðingar-
mikla þjónustu þegar aðstæður við-
skiptavinanna eru mismunandi því
hafa verður í huga að fjárfesting í
GMDSS búnaðinum er stór. Það þarf
heldur ekki að vera nauðsynlegt að
henda út búnaði sem fyrir er í skipun-
um heldur getur verið mögulegt fyrir
okkur að uppfæra tæki sem fyrir eru,
hvort heldur þau eru frá okkur eða
samkeppnisaðilum. Ég vil þess vegna
halda því fram að útgerðaraðilar ættu
tvímælalaust að fá útskrift hjá okkur
og sjá hvernig þeir standa gagnvart
GMDSS-tækjavæðingunni. Forritið
skilar okkur örugglega hagstæðustu til-
lögunni í hverju tilfelli," segir Krist-
ján.
Þjónustan skiptir miklu
Sérstakt leyfi þarf til viðgerðarþjón-
ustu á fjarskiptabúnaði og hefur Rad-
íómiðun haft slíkt leyfi lengst allra.
Kristján segist leggja mikið upp úr
þjónustuþættinum og bjóði fyrirtækið
þar af leiðandi sölu og þjónustu á
sama stað.
„Radíómiðun byrjaði á sínum tíma
í þjónustu við miðunarstöðvar en árið
1964 gerðumst við umboðsaðilar við
Sailor og erum elsti umboðsaðili Sail-
ortækja í heiminum," segir Kristján.
Gervihnattafyrirtækin
munu berjast
Á komandi árum segir Kristján að fjar-
skipti hvers konar muni í grunninn
byggja á gervihnattalausnum. Það eigi
við um talsamband, jafnt sem gagna-
flutning með tölvum.
„Ég tel að í nánustu framtíð muni
berjast mörg gervihnattafyrirtæki á
markaðnum. Inmarsat er fyrir á mark-
aðnum og hefur forskot en það mun
þróast áfram en fá harðari samkeppni í
þjónustu," segir Kristján Gíslason.
Kanada:
Skoðunargjöld að
sliga togaraútgerðina
Kanadískir útgerðarmenn eru þungorðir þessa dagana. Á
fyrstu sex mánuðum ársins hættu um 20 kanadískir togarar
veiðum við við vesturströnd Kanada vegna þess að há skoðun-
argjöld voru að sliga útgerðina.
Gjald fyrir veiðar á svæðinu er 365 kanadískir dollarar á dag
og þetta segja útgerðarmenn að gangi nær því í mörgum
tilfellum að samsvara bæði olíukostnaði og launum áhafnar. Eina leiðin sem
útgerðarmenn hafi sé einfaldlega að hætta veiðum. Fyrir vikið varð eftir
verulegur hluti af kvóta á svæðinu.
1 blaðinu World Fishing segir einn útgerðarmanna að lengst hafi haldið úti
tveir af minni togurunum en sú barátta skili vafalítið litlu í vasann.
„Þessi skoðunargjöld hafa leikið útgerðirnar grátt og sökkt skipunum fjár-
hagslega,“ sagði Bruce Devereux, forseti samtaka togaraeigenda á vestur-
strönd Kanada.
ÁGIR 21