Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1998, Page 35

Ægir - 01.08.1998, Page 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Afkoman hjá sjávarútvegsfyrirtœkjum á jyrri hluta ársins erframar vonum: r Islendingar eru heimsmeistarar í sjávarútvegi - segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, hjá Kaupþingi Norðurlands reksturinn í sjávarútvegi þá verði ekki framhjá því litið að stjórnun fyrirtækj- anna sé að batna, önnur hugsun hafi komið inn með hlutafélagavæðing- unni, sveitarfélög séu að draga sig út úr fyrirtækjunum í ríkari mæli og þannig mætti áfram telja. Allt segir hann þetta hjálpa til við að tryggja stöðu fyrirtækjanna og skila góðum rekstri. „Arðsemiskrafan er nú meira leiðarljós en áður var, og fyrirtækin ekki lengur rekin á félagslegum for- sendum. Sjávarútvegsfyrirtækin eru hins vegar komin í þá stöðu að upp- safnað tap er að verða búið og handan við hornið eru mun meiri skatttekjur ríkissjóðs af þessum fyrirtækjum. Þannig er líklegt að á næstu árum muni endanleg niðurstöðutala rekstr- arreiknings eitthvað láta á sjá," segir Þorvaldur. Tekur okkur enginn fram Hvað varðar bolfiskvinnsluna og þró- unina yfir í fullvinnslu á neytenda- markað með fullkomnum tæknibún- aði, telur Þorvaldur að þeir spádómar hafi gengið eftir að fyrir meira unnar vörur fáist mun hærra verð. „Já, við sjáum fyrirtæki eins og t.d. HB á Akranesi, ÚA, Fiskiðjusamlag Húsavíkur skila mjög góðum árangri. Þetta segir okkur að íslendingar eru að færast frá því að vera framleiðsluþjóð á hrávöru yfir í að framleiða matvæli beint ofan í neytendur, þótt auðvitað sé sú fullvinnsluvæðing enn skammt á veg komin. Á hinn bóginn verður einnig að líta á það að með aukinni fullvinnslu og stærri sérsamningum við erlendar verslunarkeðjur reynist íslensku fyrir- tækjunum erfiðara að velta t.a.m. hrá- vöruhækkunum út í endanlegt verð afurðanna. Ég segi hins vegar óhikað að íslend- ingar eru búnir að sanna að þeir eru heimsmeistarar í sjávarútvegi. Það tek- ur enginn okkur fram í sjávarútvegi, hvort heldur lítur að veiðistjórnun, út- gerð eða vinnslu. Þetta eru kannski stór orð en þetta er bjargföst skoðun mín miðað við þann árangur sem við sjáum hér allt í kringum okkur í sjáv- arútveginum, þá ekki síst sé litið til annarra þjóða" segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Sex mánaða uppgjör sjávarútvegsfyrirtækjanna Síldarvinnslan með 208 milljóna hagnað Síldarvinnslan í Neskaupstað skilaði 208 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuðina, borið saman við 175 milljóna króna hagnað á sama tíma- bili í fyrra. Rekstrartekjur jukust um 8% milli ára. Fyrirtækið hefur gefið út áætlanir um 100 milljóna króna hagnað á síðari hluta ársins. Tangi í góðum hagnaði Tangi hf. á Vopnafirði sýnir tölu- verðan bata í afkomu milli ára. A fyrstu sex mánuðunum var hagnað- ur fyrirtækisins 85 milljónir króna en 49 milljónir á sama tímabili í fyrra. í heild er batinn af reglulegri starfsemi tæp 59%. SH áætlaði meira Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafði gert áætlanir um betri afkomu á fyrri hluta ársins en raun varð á. Niðurstaða uppgjörs félagsins var 59 milljónir í hagnað, á móti 233 millj- ónum á sama tímabili í fyrra. Erfið- leikar á Rússlands- og Bretlands- mörkuðum skýra fyrst og fremst minni hagnað. Grandi skilar á íjórða hundrað milljónum Grandi hf. og dótturfélag þess, Faxa- mjöl, skiluðu 324 milljónum í hagn- að fyrstu sex mánuðina. Þetta er bati upp á tæplega 8 prósentustig og er hagnaðurinn um 16% af veltu fyrir- tækisins. AGIR 35

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.