Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1998, Qupperneq 43

Ægir - 01.08.1998, Qupperneq 43
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Brimrún ehf: Sala hafin á GMDSS Q arskiptabúnaði frá Furuno rimrún ehf. í Reykjavík hófný- verið innflutning á fjarskipta- húnaði frá japanska fratnleiðandan- utn Furuno Electric Company. Fyrir- tœkið getur nú boðið allan GMDSS f/arskiptabúnað frá Furuno, en sem kunnugt erþurfa öll skip settt eru 24 nietra eða lengri að vera nieð þann búnað frá og með 1. febrúar 1999. í frétt frá Brimrún segir að með sölu á fjarskiptatækjum frá Furuno bjóði Brimrún svo til eingöngu tæki og skipabúnað frá sama framleiðanda. Útgerðir eigi þess nú kost að kaupa heildarlausn frá Furuno en stór hluti íslenska fiskiskipaflotans sé búinn tækjum frá þeim framleiðanda að ein- hverju eða öllu leyti. „Furuno hefur í áratugi framleitt fjarskiptabúnað fyrir GMDSS fjarskiptasamstœða frá Furuno. báta og skip af öllum stærðum og gerðum, allt frá trillum til stærstu fiskiskipa, flutninga- og farþegaskipa. Auk þess er Furuno eitt stærsta fyrir- tæki heims í framleiðslu á fiskileitar- og siglingatækjum," segir í tilkynn- ingu frá Brimrún. GMDSS búnaðurinn er fyrst og fremst hugsaður til þess að auka ör- yggi sæfarenda. Með búnaðinum er hægt að senda neyðarskeyti á þrjá mis- munandi vegu með því einu að halda inni neyðarhnöppum. Þá á sér stað neyðarsending í þremur kerfum (haf- svæði A3): DSC (sjálfvirkt valkall) á VHF bylgju, DSC á MF/HF og Inmarsat C (gervitunglasending). Með þessu móti fer almenn neyðarsending frá skipinu til strandstöðva og annarra skipa sem búin eru GMDSS búnaði. Þar er tekið á móti sendingunni sem sýnir hvaða skip er í háska og hvar það er statt. Vinnist ekki tími til að senda út neyðarkall með ofangreind- um hætti er frífljótandi neyðarbauja um borð sem hægt er að setja í gang handvirkt. Sökkvi skip fer baujan sjálf- virkt í gang. Neyðarbaujan sendir upp- lýsingar í gegnum gervitungl til jarð- stöðvar sem segja til um fjölda í áhöfn, nafn skips og staðsetningu. Dæmi um GMDSS fjarskiptabúnað sem Brimrún býður frá Furuno fyrir hafsvæði A3: FM-8500 semi-duplex VHF talstöð með innbyggðum DSC sendi-móttak- ara fyrir rás 70, FS-1662-15/25 150 W eða 250 W semi-duplex MF/HF tal- stöð, AA-50 sex rása MF/HF DSC vakt- móttakari, DSC-6 MF/HF DSC stjórn- borð, DP-6 radíótelex, IB-581 tölva með LCD skjá fyrir radíótelex, PP-510 prentari fyrir radíótelex. Tvöföldun fyrir A3: FM 8500 semi-duplex VHF talstöð með innbyggðum DSC sendi-móttak- ara fyrir rás 70, Felcom 12 Inmarsat C, IB-581 tölva með LCD skjá fyrir radíó- telex, PP-510 prentari fyrir radíótelex. ÉssS. ~r' ~r Iffr !*■. a*(’c.3d GMDSS VHF-talstöð frá Furuno. ÆGllR 43

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.