Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 7
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Líkt og að sjá tvöfalt!
Þessi skemmtilega sjón blasti við í Reykjavíkurliöfn fyrr í sumar þegar systurskipin
Pétur fónsson RE-69 og Húsvíkingur ÞH-1 vom þar við bryggju. Bceði hafa skipin
verið í eigu Péturs Stefánssonar, útgerðarmanns, og bceði voru þau smíðuð fyrir hann
og hafa borið nafhið Pétur fónsson. Aftara skipið er hið nýrra og núverandi Pétur
fónsson RE, sem Pétur Stefánsson á og gerir út. Eins og sjá má er það nokkru stcerra
en gamla skipið sem nú er í eigu Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. og ber nafhið
Húsvíkingur.
Ný aflamet slegin:
Arnar HU-1 með
met í aflaverðmæti
rystitogarinn Arnar HU-1, sem er
í eigu Skagstrendings hf. á Skaga-
ströitd, kom á dögunum til heima-
hafnar með afla að verðmœti 106
milljóna króna FOB. Þetta er talið
vera mesta aflaverðmœti sem íslenskt
fiskiskip hefur komið með að landi úr
einni veiðiferð á heimamiðum.
Arnar HU var í 30 daga í túmum og
miðað við það var andvirði aflans 3,5
milljónir á dag og hærra ef aðeins er
tekið mið af þeim dögum sem skipið
var að veiðum. Að meginhluta til var
aflinn þorskur en einnig var nokkuð af
grálúðu í aflanum.
í áhöfn skipsins eru 26 menn og er
Guðjón Guðjónsson skipstjóri á Arn-
ari. Hásetahlutur í mettúrnum var 1,1
milljón króna. Kvótastaða Arnars er
óneitanlega sterk enda hefur skipið
mestan kvóta allra fiskiskipa í flotan-
um. Samtals nemur hann 6.321
þorskígildistonnum, eða sem samsvar-
ar 1,38% af heildarkvótanum. Úthlut-
aður kvóti Skagstrendings hf. nemur
rúmum 7.300 þorskígildistonnum.
Við því er að búast að fiskiskipin
geri góða túra nú í upphafi fiskveiði-
ársins. Þorskveiðin er mjög góð og
skipin eru nú komin inn í nýtt kvótaár
og aukinn þorskkvóta þannig að líkast
til munu mörg þeirra gera góða þorsk-
túra nú á haustmánuðum. Sjómenn
segja enda að á köflum sé erfiðara að
komast hjá að veiða þorsk en veiða
hann.
SÍF:
Hagnaður
jókst um 370%
l ^ÍF hefur birt uppgjör fyrri hluta
| kJársins sem sýnir hagnaðaraukn-
| ingu um tœp 370% miðað við sömu
Æ mánuði áranna 1997 og 1998.
f Hagnaðurinn fyrstu sex mánuðina í
g ár varð 440 milljónir króna.
Með þessari afkomu fór SÍF fram úr
þeim væntingum sem gerðar höfðu
verið á verðbréfamörkuðum og raunar
hljóðuðu rekstaráætlanir fyrirtækisins
fyrir tímabilið upp á rösklega 100
milljóna króna hagnað. Nú er reiknað
með á sjötta hundrað milljóna króna
hagnaði á árinu öllu.
Skýringa á góðri afkomu er aðallega
að leita hjá dótturfélögum SÍF, sérstak-
lega í Noregi, Frakklandi og Kanada.
Kvótabókin 1998-1999
til skuldlausra
áskrifenda Ægis
Kvótabókin 1998-1999, sem Fiski-
félagsútgáfan gefur út, kemur út nú í
lok septembermánaðar. Bókin verð-
ur send öllum skuldlausum áskrif-
endum Ægis.
Þetta er í sjötta sinn sem Kvóta-
bókin er gefin út en hún er með líku
sniði og undangengin ár. í henni er
að finna tölur um aflamark botnfisks
og annarra tegunda og er ekki
annars staðar að finna á jafn að-
gengilegan hátt upplýsingar um út-
gefinn kvóta hér á landi. Auk þess
eru upplýsingar um reglugerðir um
veiðar á fiskveiðiárinu og fleira sem
að gagni kemur.
Bókin er til sölu hjá Fiskifélagi
íslands og sömuleiðis hjá ritsjórn
Ægis.
AGIR 7