Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 40
Gjörvi vélaverkstæði:
Aðallega í yiðgerðum
og viðhaldi á skipum
Við finnum mjög fyrír uppgangi í
sjávarútvegi á undanfómum
árum. Þegar vel árar fjárfesta menn
frekar í viðlialdi en halda að sér
höndum þegar miður gengur. Nú árar
vel og við njótum góðs afþví eins og
aðrir," segja Vilhjálmur Óskarsson og
Helgi Eiríksson, eigendur Gjörva véla-
verkstœðis. Ægir leit til þeirra í hús-
nœði þeirra við Grandagarðinn í
Reykjavík á dögunum til þess að for-
vitnast aðeins um fyrirtcekið.
Helgi og Vilhjálmur segja að hjá
þeim vinni um 25 manns, stundum
fleiri, stundum færri, allt eftir því
hvað sé að gera þá og þá stundina.
Gjörvi sérhæfir sig í þjónustu við sjáv-
arútveginn, sér um ýmiss konar við-
gerðir og viðhald á stærri skipum. Fyr-
irtækið er 20 ára og veltir um 150
milljónum króna á ári.
„Við erum aðallega í véla- og röra-
vinnu af ýmsu tagi. Ég get nefnt sem
dæmi um verkefni hjá okkur að á síð-
asta ári skiptum við um aðalvél í tog-
urunum Klakk, Berglín og Suðurey,
endurnýjuðum glussakerfi í loðnu-
skipinu Anmarsat, settum 40 tonna
spil og 1.400 hestafla ljósavél í Slétta-
nesið og svona mætti áfram teija. Við
seljum yfirleitt ekki sjálfir þær vélar og
þau tæki sem við setjum í skipin en
því fylgir gríðarlega mikil smíðavinna
að koma hlutunum fyrir um borð.
Þetta er oft vinna sem sést ekki og því
gera menn sér oft ekki grein fyrir því
hvað það getur tekið langan tíma að
smíða það sem þarf til þess að ný vél
passi," segir Vilhjálmur.
Þrátt fyrir uppgangstíma í sjávarút-
40 ÆGiIR -----------------------
halda. Það sem
kannski helst
hafi breyst er
hversu skjótt
menn bregðist
nú við í við-
halds- og við-
gerðarmálum.
Áður fyrr hafi
menn trassað að
láta gera við þar
til allt var komið
í óefni, nú sé ailt
gert jafn óðum
og vel hugsað
fyrir því að allt
Vilhjálmur Óskarsson og Helgi Eiríkisson hjá vélaverkstceðinusé í lagi um borð.
Gjörva. „Meðan vel árar í sjávarútveginum hér á landi, eins og nú, Vilhjálmur segir
Gjörva annars veg-
ar sinna „langlegu-
sjúklingum", skip-
um í véla- eða spil-
skiptum, og hins vegar smærri verk-
efnum í skipum sem eru inni á milli
túra.
„Fyrst og fremst eru þetta íslend-
ingar sem við erum að þjónusta. Út-
lendingar leita alltaf annað slagið til
okkar en það eru yfirleitt einhverjar
neyðarreddingar ef eitthvað bilar.
Menn koma ekki gagngert í höfn á ís-
landi til þess að láta gera við hjá sér.
Þátttaka íslendinga í útgerð í útlönd-
um er sífellt að aukast og þau fyrirtæki
leita heim eftir viðhaldsþjónustu. Þau
þekkja vel til hér," segir Vilhjálmur og
þeir Helgi bæta við að þeir séu bjart-
sýnir á áframhaldandi góðæri í grein-
inni. Meðan svo sé sjái þeir ekki
ástæðu til annars en að bera sig vei.
þá er ekki ástœða til að bera sig illa."
veginum segjast þeir félagar sjá nokk-
uð á eftir allri þeirri vinnu sem fer úr
landi í þessum bransa, til Póllands til
dæmis. Þeir segja Pólverjana vera
sterka og ódýra í stálsmíðinni.
„Við erum raunar ekki að keppa við
Pólverjana í stálsmíðinni en þeir fá
bara svo mikið af öðrum verkefnum
sem menn vilja láta gera um leið fyrst
þeir eru á annað borð komnir með
skipið í slipp," segja Helgi og Vil-
hjálmur og bæta við aðspurðir að ís-
lenskir útgerðarmenn séu almennt
mjög kröfuharðir viðskiptavinir.
Vilhjálmur segir að fyrirtækið hafi
lítið breyst í gegnum tíðina. Þróunin í
þessum geira sé fremur hæg og menn
þurfi alltaf á þessari sömu þjónustu að