Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 32

Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 32
verulegu leyti snúast um sjávarútveg- inn en hún segir að það verði á öðrum nótum en út frá kröfunni um veiði- leyfagjald einni saman. „Ég tel að þeir sem bjóða fram til Alþingis í vor muni leggja meiri vinnu en áður í að móta ákveðnar tillögur í sjávarútvegsmálum sem kjósendur geti valið um. Hér er ég ekki að tala um veiðileyfagjaldið heldur breytingar á kvótakerfinu sem slíku," segir Margrét og að hennar mati verður auðlinda- gjaldsumræðan á verulegan hátt að baki þegar kemur að kosningum. „Ég tel að það hafi verið gert alltof mikið úr því að auðlindagjaldið sé ein- hver lausn í þeim ágreiningi sem hefur verið uppi út af sjávarútvegsmálunum og kvótastefnunni. Auðlindagjaldið eitt og sér breytir engu um það órétt- læti sem þarna er á ferðinni. Umræð- an mun að mínu mati færast mun meira yfir á gallana á fiskveiðistjórnar- kerfinu, raunverulegt eignarhald og síðan hvaða áhrif fiskveiðistjórnarkerf- ið hefur haft á byggðaþróun í land- inu," segir Margrét. Skattaskýrslurnar og réttlætið í stuttu máli má segja að krafan um auðlindagjald sé oft sett fram sem rétt- lætiskrafa. Haraldur Sturlaugsson seg- ist alfarið þeirrar skoðunar að skatta- kerfið og skattaskýrslurnar eigi að nota til að skattleggja hagnað í sjávarútveg- inum. Skattur á fyrirtækin í formi auð- lindagjalds geti aldrei orðið réttlátur. „Ef á að taka á einhverjum réttlætis- málum þá verður slíkt ekki gert með neinum eðlilegum hætti nema í gegn- um skattaskýrslurnar. En þá kemur aft- ur að þeirri spurningu hvort ekki verði eitt yfir alla að ganga og verða þá ekki allar atvinnugreinar að lúta sömu ákvæðum um skattlagningu á hagn- aði. En nteð því að skattleggja sjávar- útvegsfyrirtækin sem slík þá bitnar það bara á starfsmönnunum sem ekk- ert hafa til saka unnið og ekkert selt. Veiðileyfagjaldið hjálpar einfaldlega ekkert þeim stöðum út um landið sem Smábátaútgerðin verður líkast til einn afþeim þáttum sem koma tii með að verða rœddir í aðdraganda kosninga. eiga erfiðast í atvinnulífinu," segir Haraldur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis á undan- förnum árum, tekur í sama streng og hann segist ekki sjá hvernig eigi að stilla veiðileyfagjaldi upp sem kosn- ingamáli. „Þetta er einfaldlega ekki já eða nei spurning þó mikið hafi verið reynt til að einfalda umræðuna og draga upp í svarthvítum litum. Sjávarútvegsstefna í heild sinni er flókið og dýnamískt mál og það er mjög hæpið að ætla að einfalda sjávarútveginn niður í já eða nei við veiðileyfagjaldi, svart eða hvítt, vondir menn eða góðir. Það er einfaldlega ekki mjög uppbyggileg umræða. Ég fagna innilega að sjávar- útvegsmálin verði á dagskrá en þá verður umræðan að vera á efnislegum forsendum og sæmilega uppbyggileg. Mér finnst umræðan hafa verið alltof þröng og einskorðuð við kvótakerfið og veiðileyfagjald eða ekki veiðileyfa- gjald." Heildarmyndina vantar í umræðuna Undantekningalítið eru viðmælendur blaðsins sammála því að sjávarútvegs- umræða hér á landi sé of einföld og oft á tíðum ruglingsleg. Tekin séu ein- stök atriði út og þeim velt fram og til baka án þess að horft sé á heildar- myndina. Þetta sýni ekki mikinn þroska í umræðu um jafn mikilvægt mál og grunnatvinnugreinina og þar af leiðandi hljóti allir að óska sér meiri og þroskaðri umræðu. „Mér finnst einkennandi að teknir eru upp einstaka þættir en ekki heild- in," segir Margrét Frímannsdóttir. „Síðan er farið af stað með miklum bægslagangi í stað þess að horfa á kerf- ið í heild sinni. Það viðurkenna allir að við þurfum stjórnun og kerfið hef- ur bæði kosti og galla. Þess vegna verður að ræða sjávarútveginn í heild- arsamhengi. Við verðum að geta rætt um galla kerfisins og fundið leiðir til meira rétt- lætis án þess að við förum að kippa 32 Mm Ljósmynd: Jóhann Ólafur Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.