Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 9
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Stikla útgerðarvörur hafa keypt Frigg og tekið við rekstrinum:
Tilgangurinn að efla
þjónustuna í sjávarútvegi
- segir Luther Guðmundsson, framkvœmdastjóri og annar eigenda Stiklu
TJyrírtœkiö Stikla útgerðarvörur í
.T Reykjavík keypti nú í byrjun sept-
entber hreinsiefnaverksmiðjuna Frigg
í Reykjavík og tók þegar við rekstin-
um. Óhœtt er að segja að með þessu
hafi Stikla stigið stórt skrefenda er
ársvelta Friggjar þrefóld á við veltu
Stiklu en Luther Guðmundsson,
framkvœmdastjóri Stiklu, segir að
með kaupunum sé stigið rökrétt
framhald afvexti Stiklu. Þjónustan
við sjávarútveginn, og raunar allan
matvœlaiðnað, batni enn frekar.
„Við höfum verið að fikra okkur
áfram í rekstrarvörum almennt, flutt
inn mikið af einnota vörum fyrir mat-
vælaiðnaðinn, hnífum fyrir fiskiðnað-
inn og síðan höfum við verið að færa
okkur upp á skaftið varðandi innflutn-
ing á hreinsiefnum fyrir rækjuiðnað-
inn. Þegar við settumst niður og fór-
um yfir stöðuna og mátum hvar við
ættum að sækja fram þá varð það nið-
urstaðan að sækja fram í þjónustu við
sjávarútveginn og þá sáum við að
Frigg hentaði okkur vel enda framleið-
andi á hágæða hreinsiefnum fyrir mat-
vælaiðnaðinn og sjávaútveginn," segir
Luther.
Hann segir að í framtíðinni muni
sjávarútvegurinn snúast í auknum
mæli um fullvinnslu og þar af leiðandi
muni kröfur verða sífellt strangari.
Mikilsvert sé því að eignast háþróaðan
framleiðanda á hreinsiefnum, eins og
Frigg, sem uppfylli ströngustu gæða-
kröfur varðandi eigin framleiðslu og
framleiði fyrsta flokks vörur fyrir há-
gæða matvælaiðnað.
Góðar
úrlausnir
ESAB
gf LOWARA
byggjast á faglegri þekkingu og vönduðum
tœkjum.
Héðinn verslun kappkostar að bjóða heimsþekktar gæðavörur,
tryggan lager oggóða þjónustu. í söludeildinni starfa iðnaðar- og
tæknimenn með góða þekkingu hver á sínu sviði. Þeir leggja sig
fram um að aðstoða við val á réttu tœkjunum í hvert úrlausnarefni.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 510 4100
ÆGIIR 9