Ægir - 01.09.1998, Blaðsíða 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
„Horft lengra fram í tímann þá met-
um við það svo að lýsisframleiðsla
muni nálgast æ meira náttúrulyfja-
markaðinn. Okkur var það til dæmis
mjög mikilvægt að fyrir rúmu ári settu
kínversk yfirvöld mjög áþekka náttúru-
lyfjareglugerð og þekkist í Evrópu. Þar
með geta fyrirtæki ekki selt náttúrulyf í
Kína nema að undangenginni skrán-
ingu með tilheyrandi upplýsingagjöf
um vöruna, innihaldi, vottorðum og
þess háttar. Það hefur þannig sína kosti
að spornað sé við því að hver sem er
komist inn á markaðinn með vörur
sem sagðar eru hafa hitt og annað
innihald, sem ekki reynist fullkomlega
rétt," segir Baldur.
Leiðandi markaðsfyrirtæki
Baldur leggur mikla áherslu á þá breyt-
ingu sem orðin er á fyrirtækinu í mark-
aðsátt. Unnið sé eftir langtímamark-
miðum og stefnan sé á enn frekari
uppbyggingu í útflutningi. Þær áætlan-
ir endurspeglast til að mynda í því að
verulegur hluti þeirra fjármuna sem
koma inn í fyrirtækið með auknu
hlutafé mun renna beint til markaðs-
setningar erlendis.
„Við höfum verið að breyta fyrir-
tækinu úr framleiðslufyrirtæki yfir í
markaðsfyrirtæki. í stefnumótun fyrir-
tækisins höfum við sett okkur að vera
ekki aðeins leiðandi í framleiðslu á lýsi
heldur einnig í sölu- og markaðssetn-
ingu á sjávardýraolíum. Þetta þýðir að
við höfum verið að bæta við nýjum
lýsistegundum til að þjóna okkar við-
skiptavinum og til að geta gert það þá
bjóðum við t.d. túnfisklýsi úr hráefni
sem við flytjum inn frá Tælandi og
Ástralíu. Úr þessu lýsi vinnum við olíur
sem eru síðan seldar til evrópskra
fyrirtækja sem framleiða barnamat.
Þess má einnig geta að við höfum selt
sama túnfiskslýsið fullunnið aftur til
Tælands," segir Baldur.
-Hvernig stendur á að svona lagað
borgar sig?
„Það er einfaldlega þannig að hjá
okkur liggur þekkingin til að ná verð-
* a » ? & 8 lewi^
» a i«jm**
Uppbygging
á 1200 milljóna manna markaði í Kína
Með samningi sem Lýsi hf. gerði vorið 1997 við dreifingaraðila í
Kína var blásið til sóknar í þessu mannmarga stórveldi. Fyrir
lítið fyrirtæki á íslandi er 1200 milljóna manna markaður í
i
Kína nánast ógnvekjandi stór en til þess hefur verið horft að
uppbyggingin sé jöfn og markviss. Samstarfsaðili Lýsis hf. í
Kína lagði mikið upp úr athöfninni í kringum undirskrift
samningsins við Lýsi hf. og fór hún fram í Höll alþýðunnar í
Peking að viðstöddu stórmenni á borð við heilbrigðisráðherra
Kína og ekkju Maós formanns. Hún er fjórða frá hægri á myndinni
hér að ofan en myndin var tekin við undirritun samninganna. Frá íslandi voru
m.a. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra ásamt nokkrum starfsmönnum
heilbrigðisráðuneytisins, fulltrúar úr íslensku utanríkisþjónustunni og fleiri.
Vörurnar frá Lýsi hafa verið auglýstar í sjónvarpi á Peking-svæðinu en nú í
haust verður ráðist í auglýsingaherferð í Kínverska ríkissjónvarpinu. Samstarfs-
aðili Lýsis hf. í Kína ber að verulegum hluta þann kostnað sem til fellur í mark-
aðssetningarstarfinu en engu að síður er reiknað með að á síðari hluta þessa árs
verji Lýsi hf. sjálft um 25-30 milljónum króna til markaðsstarfsins í Kína.
Til gamans ma geta þess að orðið lýsi hefur í Kína merkinguna „sterkur hug-
ur“ og það telja Lýsismenn mjög gott innlegg í nrarkaðssetningu vörunnar í
Kína og nota orðið þar af leiðandi óspart á framleiðsluvörurnar. Eitt af næstu
skrefum í sókninni á Kínamarkaði verður með „Krakkalýsi“ sem vel er þekkt
héðan af heimamarkaði. Ástæðan fyrir því að taldir eru góðir möguleikar með
þá vöru í Kína er einfaldlega sú að Kínverjar mega aðeins eignast eitt barn og
þar af leiðandi er líklegt að kínverskir foreldrar geri allt sem þeir geta til að
gæta hollustu þessa eina afkvæmis sem þeir hafa leyfi til að eignast.
AGiIR 13